Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1523104160.39

    Íþróttir 1 - sérnámsbraut
    ÍÞRS1ÞL01
    2
    Íþróttir á sérnámsbraut
    styrktar- og liðleikaþjálfun, Þol-
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í áfanganum er lögð áhersla á að efla þrek og þol, byggja upp styrk, auka líkamsvitund og þjálfa jafnvægi. Með reglulegum markvissum æfingum sem fara aðallega fram í þreksal skólans sem fel í sér að ganga á bretti, hjóla, styrktar æfingar og teygjur. Gönguferða úti þegar veður leyfir og sund 2x í viku á meðan sundlaug er opin.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi hreyfingar hjá sínum aldurshóp
    • mikilvægi heilbrigðs lífsstíls sem inniheldur hreyfingu
    • mikilvægi upphitunar fyrir áreynslu og niðurlags eftir áreynslu
    • fjölbreyttum þjálfunaraðferðum innan þols, styrks og liðleika
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skipuleggja æfingatíma sinn (upphitun, aðalhluti og niðurlag)
    • iðka fjölbreytta grunnþjálfun og beita mismunandi þjálfunaraðferðum til þess
    • setja sér raunhæf hreyfimarkmið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér möguleika til hreyfingar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
    • nýta sér möguleika til að flétta hreyfingu í daglegt líf eftir bestu getu
    • viðhalda eða bæta eigið líkamshreysti
    Námsmat er fjölbreytt og byggir m.a. á leiðsagnarmati, virkni í kennslustundum og ástundun.