Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1523105390.77

    Íslenska 2 - sérnámsbraut
    ÍSLS1AL02
    2
    íslenska á starfsbraut
    Almenn þekking
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum er lögð áhersla á að efla málfræðigrunn nemenda ásamt almennum lestri og lesskilningi. Unnið er að því að nemendur auki orðaforða sinn og málskilning og treysti kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar, lesi fjölbreytta texta, bókmenntatexta á auðlesnu máli, ýmsa texta sem birtast í dagblöðum, tímaritum og á netinu. Nemendur fá einnig þjálfun í hlustun og ritun.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu grunnatriðum málfræðinnar
    • mikilvægi lestrar og bókmennta
    • mikilvægi hlustunar
    • ritun mismunandi texta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðferð máls með auknum orðaforða og málskilningi
    • að lesa mismunandi texta sér til gagns
    • hlustun og úrvinnslu hennar
    • ritun mismunandi texta við sitt hæfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina einföld málfræðiatriði ...sem er metið með... skriflegum verkefnum
    • lesa bókmenntaverk og ýmsa aðra texta s.s. fréttir í dagblöðum og á neti ...sem er metið með... skriflegum og munnlegum verkefnum
    • hlusta á upplestur og ná inntakinu ...sem er metið með... hlustunarverkefnum
    • rita einfalda texta, sögur og ljóð ...sem er metið með... skriflegum verkefnum
    Námsmat er fjölbreytt og byggir m.a. á leiðsagnarmati, virkni í kennslustundum og ástundun.