Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1523105455.96

  Íslenska 5 - sérnámsbraut
  ÍSLS1HR02
  5
  íslenska á starfsbraut
  Lestur, hlustur og ritun
  Samþykkt af skóla
  1
  2
  Námið byggist á því að viðhalda og byggja ofan á það sem nemendur hafa þegar tileinkað sér og lært þegar þeir hefja nám við framhaldsskóla. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur auki orðaforða sinn, málskilning og efli kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar, tjáningu og ritunar.
  Engar
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi lestrar og bókmennta.
  • mikilvægi hlustunar.
  • ritun mismunandi texta.
  • helstu grunnatriðum málfræðinnar.
  • mikilvægi tjáningar í samskiptum.
  • ritvinnslu sem hjálpartæki.
  • grunnatriðum í stafsetningu.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • hlusta og vinna úr hlustun.
  • nota tungumálið og auka þannig orðaforða sinn og málskilning.
  • að lesa mismunandi texta sér til gagns.
  • nýta sér Word til ritvinnslu.
  • tjá sig munnlega og skriflega.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa/hlusta á upplestur bókmennta og ná inntakinu sem er metið með hlustunarverkefnum.
  • rita einfalda texta, sögur og ljóð sem metið er með skriflegum/munnlegum verkefnum.
  • greina einföld málfræðiverkefni sem metið er með skriflegum og munnlegum æfingum.
  • nýta þau tæki og þá tækni sem auðveldar honum að njóta íslenskunnar sem metið er með verkefnum og könnunum.
  • nýta tölvu við verkefnavinnu sem metið er með könnunum og verklegum æfingum.
  Námsmat er fjölbreytt og byggir m.a. á leiðsagnarmati, virkni í kennslustundum og ástundun.