Námið byggist á því að viðhalda og byggja ofan á það sem nemendur hafa þegar tileinkað sér og lært þegar þeir hefja nám við framhaldsskóla. Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur auki orðaforða sinn, málskilning og efli kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar, tjáningu og ritunar.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi lestrar og bókmennta.
mikilvægi hlustunar.
ritun mismunandi texta.
helstu grunnatriðum málfræðinnar.
mikilvægi tjáningar í samskiptum.
ritvinnslu sem hjálpartæki.
grunnatriðum í stafsetningu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hlusta og vinna úr hlustun.
nota tungumálið og auka þannig orðaforða sinn og málskilning.
að lesa mismunandi texta sér til gagns.
nýta sér Word til ritvinnslu.
tjá sig munnlega og skriflega.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
lesa/hlusta á upplestur bókmennta og ná inntakinu sem er metið með hlustunarverkefnum.
rita einfalda texta, sögur og ljóð sem metið er með skriflegum/munnlegum verkefnum.
greina einföld málfræðiverkefni sem metið er með skriflegum og munnlegum æfingum.
nýta þau tæki og þá tækni sem auðveldar honum að njóta íslenskunnar sem metið er með verkefnum og könnunum.
nýta tölvu við verkefnavinnu sem metið er með könnunum og verklegum æfingum.
Námsmat er fjölbreytt og byggir m.a. á leiðsagnarmati, virkni í kennslustundum og ástundun.