Unnið verður að því að efla alla þætti íslenskunnar, s.s málnotkun, málskilning, lestur, ritun og málfræði sem reynt er að tengja áhugasviði hvers nemanda. Megin áhersla verður á að viðhalda og byggja ofan þann grunn sem nemendur hafa þegar náð með þeim kennsluaðferðum sem hverjum og einum nemanda lætur best að nema við.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeirri tjáskiptaleið sem hentar honum
einfaldri málnotkun, málfræði og málskilningi
lestri og ritun texta sem nýtist í daglegu lífi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
taka þátt samræðum, sagt hvað honum býr í brjósti og tjáð skoðanir sínar
lesa og skilja texta og vinna verkefni tengd honum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta sér mælt og ritað mál í daglegu lífi
vera meðvitaður um sjálfmynd sína, styrkleika og veikleika
hafa jákvæð samskipti við annað fólk, bera virðingu fyrir skoðunum annarra, lífsgildum, mannréttinum, og jafnrétti
leita að og nýta sér ýmiss konar hjálpargögn
Námsmat er fjölbreytt og byggir m.a. á leiðsagnarmati, virkni í kennslustundum og ástundun.