Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1523120332.13

    Lífsleikni 1 á starfsbraut
    LÍFS1DL02
    69
    lífsleikni
    daglegt líf einstaklingsins
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Unnið verður að því að efla þekkingu, leikni og hæfni nemenda til að takast á við daglegt líf. Lögð er áhersla á viðfangsefnið “Samskipti, skóli, vinna, tómstundir og heimilishald”. Verkefnin byggjast á umræðum og sjálfsskoðun þar sem nemendur æfast sjálfir í að leita úrlausna. Unnið verður að því að auka meðvitund nemenda á ábyrgð einstaklingsins gagnvart búsetu, tómstundum verkmenningu og neytendamálum svo dæmi séu tekin. Nemendur læra um heimilishald, samhengi útgjalda og tekna og heimilisstörf s.s bakstur, matreiðslu, innkaup, þvotta og þrif. Einnig er áhersla lög á að nemendur verði meðvitaðir um eigin tilfinningar, geti tjáð skoðanir sínar á jákvæðan hátt og geti átt jákvæð samskipti við aðra einstaklinga óháð kyni, kynferði, þjóðerni, trú og líkamlegu atgerfi.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • samfélagslegum gildum, siðfræði, mannréttindum og jafnrétti
    • mikilvægi sjálfstæðis og eigin ábyrgðar í lýðræðissamfélagi
    • mikilvægi eigin ábyrgðar á velferð sinni, líkamlegri og andlegri
    • samskiptareglum í tómstundum, vinnu og skóla
    • verklagi við heimilisstörf
    • samhengi gjalda og tekna við rekstur heimilis
    • eigin tilfinningum, skoðunum sínum
    • mikilvægi þess að bera virðingu fyrir einstaklingnum og skoðunum hans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bera virðingu fyrir sjálfum sér
    • bera ábyrgð á eigin velferð, líkamlegri og andlegri
    • vera verklega sjálfbjarga í daglegu lífi
    • eiga innihaldsrík og góð samskipti við aðra og virða skoðanir annarra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • eiga uppbyggileg samskipti og samstarf við aðra einstaklinga
    • hafa trú á eigið ágæti og geta hagnýtt sterkar hliðar sínar á jákvæðan hátt
    • taka ábyrga afstöðu til eigin velferðar, líkamlegrar og andlegrar
    • vera sjálfstæður og sjálfbjarga við vinnu og dagleg störf
    • taka þátt í líðræðissamfélagi á virkan og ábyrgan hátt
    Námsmat er fjölbreytt og byggir m.a. á leiðsagnarmati, virkni í kennslustundum og ástundun.