Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1523120744.84

    Lífsleikni 5 á starfsbraut
    LÍFS1ÍL02
    73
    lífsleikni
    Mannréttindi, lýðræði
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum er áhersla á lýðræði og mannréttindi og aðstæður og umhverfi ungs fólks skoðað í fjölbreyttu samhengi. Nemendur eru hvattir til að velta fyrir sér hugtakinu lýðræði og taka afstöðu til siðferðileg álitamála, s.s. mannréttinda, samábyrgðar, meðvitundar og virkni borgaranna til þátttöku í að móta samfélag sitt og hafa áhrif á það. Gert er ráð fyrir því að nemendur læri um lýðræði í lýðræði.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugtökunum lýðræði og mannréttindi.
    • Mikilvægi sjálfstæðis og sjálfsábyrgðar í lýðræðissamfélagi.
    • Að allir hafa hæfileika og þroskamöguleika.
    • Að í lýðræðisríki þurfa borgarnir að búa við mannréttindi og komast að samkomulagi.
    • Fjölbreytileika.
    • Eigin tilfinningum og skoðunum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nýta sér gagnrýna hugsun.
    • Virða skoðanir annarra.
    • Átta sig á fjölbreytileika samfélagsins og mismunandi menningarheimum.
    • Taka þátt í umræðum.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Skilja þá hugsun sem felst í hugtakinu lýðræði.
    • Skilja þá hugsun sem felst í hugtakinu mannréttindi.
    • Spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni.
    • Átta sig á tengingu á milli réttinda og skyldna.
    • Láta skoðanir sínar í ljós
    • Taka þátt í lýðræðissamfélagi á virkan og ábyrgan hátt.
    Námsmat er fjölbreytt og byggir m.a. á leiðsagnarmati, virkni í kennslustundum og ástundun.