Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1523120799.99

    Lífsleikni 6 á starfsbraut
    LÍFS1JL02
    74
    lífsleikni
    Tilfinningar, líkaminn
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Í áfanganum er fjallað um tilfinningar og almenna líðan. Einnig heiti ýmissa líkamshluta og hvaða hlutverki þeir gegna. Rætt er um að líkami sé einkaeign sérhvers einstaklings.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Líkamanum og starfsemi hans.
    • Mismunandi tilfinningum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Skilja eigin tilfinningar.
    • Hemja tilfinningar ef þær verða yfirdrifnar.
    • Virða tilfinningar annarra.
    • Þekkja líkama sinn, starfsemi og vita hvaða hlutverki helstu líkamshlutar gegna.
    • Vera meðvitaður um að hann ráði yfir líkama sínum.
    • Þekkja einkasvæði.
    • Kunna að setja mörk.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Tileinka sér lífsstíl sem stuðlar að góðri heilsu og líkamlegum framförum.
    • Geta stjórnað tilfinningum sínum á sem bestan hátt.
    • Virða tilfinningar annarra.
    Námsmat er fjölbreytt og byggir m.a. á leiðsagnarmati, virkni í kennslustundum og ástundun.