Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1523122170.28

    Stærðfræði 3 - sérnámsbraut
    STÆS1SL02
    9
    Stærðfræði á sérnámsbraut
    Stærðfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    2
    Stefnt er að því að viðhalda og byggja ofan á þann grunn sem nemendur hafa þannig að þeir verði færir um að nýta kunnáttu sína við lausn stærðfræðilegra viðfangsefna daglegs lífs. Lögð verður áhersla á að nemendur þjálfist í talnameðferð og talnaskilningi og læri að beita skipulögðum vinnubrögðum við úrlausn verkefna og nýti sér öll möguleg hjálpartæki svo sem síma, tölvur og reiknivélar.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • grunn reikniaðgerðum
    • meðferð peninga
    • meðferð hjálpartækja (síma, tölvu, vasareiknis)
    • einföldum kaupum og verðútreikningum
    • metrakerfinu og samhenginu milli eininga í mælikvörðunum
    • flatarmáli ferhyrnings og þríhyrnings
    • einföldum prósentu reikningi
    • mynstri og speglun
    • tíma, tímabili og klukku
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • grunn reikniaðgerðum (samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu)
    • meðferð peninga
    • meðferð hjálpartækja (síma, tölvu, vasareiknis)
    • lesa á verðmiða og gera verðsamanburð
    • leggja saman og draga frá verð á hlutum og finna út heildarkostnað og afgang
    • nota klukku og reikna tímabil
    • mæla fjarlægðir með málbandi, reglustiku og öðrum hjálpartækjum og skrá niðurstöður í viðeigandi mælikvarða
    • mæla þyngd hluta og skrá niðurstöður í viðeigandi mælikvarða
    • mæla/lesa á innihald umbúða og skrá niðurstöður í viðeigandi mælikvarða
    • lesa og skilja magn á umbúðum
    • reikna hluta miða við prósentu
    • teikna og spegla mynstur
    • reikna flatarmál
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér ábyrgð á eigin fjármálum og átti sig á að tekjur og gjöld verða að standast á
    • temja sér að skipuleggja innkaup, fjármál og tíma ...sem er metið með... umræðum og verkefnum
    • nýta þau hjálpartæki sem bjóðast við stærðfræði daglegs lífs
    • þroska tímaskyn sitt
    • þekkja nauðsyn og mikilvægi stundvísi í leik og starfi
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt
    • takast á við stærðfræðileg verkefni með opnum og jákvæðum huga og vera tilbúin að nýta hin ýmsu hjálpartæki sem í boði eru.
    Námsmat er fjölbreytt og byggir m.a. á leiðsagnarmati, virkni í kennslustundum og ástundun.