Í áfanganum er sálfræðin kynnt sem fræðigrein, upphaf hennar, eðli, saga, þróun, tengsl við aðrar fræðigreinar, helstu stefnur og grunnhugtök. Fjallað er um starfssvið sálfræðinga og helstu undirgreinar. Fjallað er almennt um mannlegt eðli, um sjálfsmynd og um samspil hugsunar, athafna og tilfinninga. Sérstaklega er fjallað um námssálarfræði bæði á fræðilegan og hagnýtan hátt og nemendur læra um mismunandi tegundir náms, minnisaðferðir og námsörðugleika. Nemendur kynnast rannsóknaraðferðum sálfræðinnar bæði bóklega og verklega.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
kynnast helstu stefnum sálfræðinnar og helstu undirgreinum
starfssviðum sálfræðinga og hvernig sálfræði nýtist í daglegu lífi og í meðferð
helstu rannsóknaraðferðum sálfræðinnar
helstu kenningum um nám og minni
helstu kenningum sjálfsmyndar og hvernig hún mótast
leiðum sálfræði til að skýra hugsun, hegðun og tilfinningar einstaklinga
hagnýtu gildi sálfræðinnar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja umfjöllun um helstu hugmyndir sem mótað hafa sálfræðina
beita algengustu hugtökum sálfræðinnar á skilmerkilegan hátt
skoða eigin hegðun og annarra út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
skoða eigin hugsun og tilfinningar út frá grundvallarhugmyndum sálfræðinnar
tjá kunnáttu sína munnlega og skriflega
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
gera sér grein fyrir mótunaráhrifum umhverfis
gera sér grein fyrir samspili hugsunar, tilfinninga og hegðunar
geta með einföldum hætti yfirfært sálfræðilega þekkingu á eigin sjálfsmynd
tjá sig skipulega um einstaka efnisþætti á gagnrýnin hátt
afla sér upplýsinga, greina helstu atriði þeirra og hagnýta sér
geta gert einfalda rannsókn, skilið niðurstöður og sett skilmerkilega fram
Námsmat byggist á áfangamarkmiðum. Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins og meti þekkingu nemandans, skilning og færni auk framfara, vinnulags og hugkvæmni. Lokamat er í formi lokaprófs, lokaverkefnis eða símats.