Í áfanganum er gerð grein fyrir viðfangsefnum næringarfræðinnar, farið í helstu hugtök og undirstöðuatriði fræðigreinarinnar. Helstu efnisþættir eru: matur, næring og heilbrigði, orka og orkuefni fæðu, kolvetni, fita og prótein, melting, vatn sem næringarefni, steinefni, vítamín, næringargildi matvara og máltíða, næringarþarfir sérstakra hópa, næringartengdir sjúkdómar og áhrif matreiðsluaðferða á næringargildi. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist þekkingu á grundvallaratriðum næringarfræðinnar og samspili næringar, heilsu og líkamsþjálfunar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
samspili matar, næringar og heilbrigðis
orku og orkuefnum fæðunnar og orkubúskap líkamans
meltingu
vatni sem hluta fæðu
steinefnum
vítamínum
næringargildi matvara og máltíða
næringarþörfum sérstakra hópa
næringartengdum sjúkdómum
áhrifum matreiðsluaðferða á næringargildi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa næringarfræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
beita hugtökum næringarfræðinnar
þekkja þau efni sem fæða hans er samsett úr
reikna orkuinnihald og næringarefnainnihald fæðu
setja saman hollan matseðil fyrir mismunandi hópa
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
auka skilning sinn á næringarfræðilegum viðfangsefnum
geta tekið rökstudda afstöðu til næringarfræðilegra álitamála
tengja undirstöðuþekkingu í næringarfræði við daglegt líf og sjá notagildi hennar
taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. næringarþarfa og heilbrigðis
afla sér frekari þekkingar á sviði næringarfræðinnar
Námsmat byggist á áfangamarkmiðum. Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins og meti þekkingu nemandans, skilning og færni auk framfara, vinnulags og hugkvæmni. Lokamat er í formi lokaprófs, lokaverkefnis eða símats.