Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1523373733.21

    Upplýsingalæsi á tölvur og sjúkraskrár
    UPPÆ1SR05
    2
    Upplýsingatækni, sjúkraskrár
    rafræn, sjúkraskrá
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er fjallað um skráningu og meðferð persónuupplýsinga í sjúkraskrá, varðveislu þeirra gagna, þagnarskyldu um upplýsingar í sjúkraskrám og rafræna sjúkraskrá. Farið í lög um sjúkraskrá, réttindi sjúklinga, hlutverk og skyldur heilbrigðisstarfsfólks í tengslum við sjúkraskrá. Upplýsingaleit á netinu m.a. skoðaður gagnagrunnar fyrir heilbrigðisvísindi, leitað verður í þessum gagnagrunnum að upplýsingum og nauðsyn þeirra metin. Fjallað er um uppsetningu ritgerða, áreiðaleika heimilda og uppsetning ritgerða samkvæmt APA tilvísunarkerfinu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað sjúkraskrár eru, varðveislu þeirra og á hvaða formi þær eru varðveittar
    • hvaða lög gilda um réttindi sjúklinga, sjúkraskrár og heilbrigðisstarfsfólk
    • upplýsingaleit í heilbrigðisvísindum og mat á áreiðanleika þeirra
    • gerð heimildaritgerða og heimildanotkun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • skrá samkvæmt skráningarkerfum sem notuð eru í heilbrigðiskerfinu og geta leitað í rafrænni sjúkraskrá að upplýsingum
    • leita á vefnum að upplýsingum um heilsu, heilbrigði og hjúkrun og meta trúverðugleika þeirra
    • kynna lög um sjúklinga, sjúkraskrá og heilbrigðisstarfsfólk á greinagóðan hátt
    • skrifa heimildaritgerð skv. APA heimildaskráningakerfinu
    • virða þagnarskyldu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • rökstyðja lög er varða sjúklinga, heilbrigðisstarfsfólk og umhverfi þeirra
    • geta nýtt sér heilbrigðisgagnagrunna á netinu
    • meta áreiðanleika heimilda á netinu
    • skrifa heimildaritgerð samkvæmt viðurkenndum aðferðum
    • leita í sjúkraskrám að upplýsingum sem þar eru
    Námsmat byggist á áfangamarkmiðum. Þess skal gætt að námsmat taki til allra þátta námsins og meti þekkingu nemandans, skilning og færni auk framfara, vinnulags og hugkvæmni. Lokamat er í formi lokaprófs, lokaverkefnis eða símats.