Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1524050258.55

  Stýritækni 3
  STÝT2GA04(CR)
  6
  Stýritækni
  Stýritækni
  Samþykkt af skóla
  2
  4
  CR
  Í áfanganum kynnast nemendur skynjaratækni, iðntölvum og loftstýringum. Þeir kynnast nokkrum gerðum af iðntölvum og notkun þeirra í iðnstýringum sem og tengingu þeirra við ýmsan jaðarbúnað. Megináherslan er lögð á að nemendur læri að skilja virkni og uppbyggingu iðntölva og fái undirstöðuþjálfun í forritun á forritunarhugbúnaði fyrir smærri iðntölvur. Farið er í loftstýringar, helstu teiknitákn, íhluti, tengingar og virkni. Gerðar eru flæðimyndir fyrir stýringar og teikningar af iðntölvum og tengimynda fyrir þær, sem og þann búnað sem þeim tengist. Áfanginn byggist á hönnun stýrikerfa og verklegum æfingum, tengja, prófa, mæla. Lögð er áhersla á notkun mælitækja til að finna tengivillur og bilanir.
  STÝT2GA04BR
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • skynjaratækni með áherslu á virkni rýmdar-, span-, hita-, hæðar- og þrýstiskynjara.
  • helstu gerðum iðntölva, notkun þeirra í iðnstýringum og tengingu þeirra við ýmsan jaðarbúnað.
  • uppbyggingu og virkni á litlum iðntölvum.
  • gerð flæðimynda fyrir stýringar.
  • forritunarhugbúnaði fyrir iðntölvur.
  • helstu grunnskipunum í ladder-forritun.
  • helstu kostum og göllum við loftstýringar.
  • virkni og notkun á loftpressum, loftsíum, smurtækjum og öryggislokum.
  • virkni og notkun á einvirkum og tvívirkum lofttjökkum.
  • virkni og notkun á 2/2-, 3/2- og 5/2-lokum sem stýrt er handvirkt, með rafmagni, með lofti og vélrænt.
  • virkni og notkun á deyfistefnu-, tvíþrýsti- og einstefnulokum.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • að nota spennugjafa, grunneiningar, stafrænar inn- og útgangseiningar.
  • að hanna í ladder-forritum, funksomblokkum eða sambærilegum forritum fyrir iðntölvur.
  • að teikna tengimyndir af iðntölvum og þeim búnaði sem tengist þeim, t.d rofum og segulliðum og tengja eftir teikningum.
  • tengingu og virkni loftstýringa.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • framkvæma bilanaleit í iðntölvustýringum.
  • tengja iðntölvur og búnað sem tengist þeim á inn- og útgöngum.
  • tengja stýri- og kraftrásir skammhlaups-mótora.
  • hanna og tengja loftloka og lofttjakka.
  Áfanginn byggi á verkefnastýrðu námi. Í símati séu lágmark 5 matsþættir. Lágmarkslokaeinkunn er 5.