Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1524213794.97

    Framreiðsla verkleg
    FRAM2VL13
    14
    framreiðsla
    Framreiðsla Verkleg
    Samþykkt af skóla
    2
    13
    Áfanginn inniheldur þekkingu og þjálfun í uppröðun borða í veitinga- og/eða veislusal, þar með talin dúkun, borðlagning fyrir grunnmatseðla með tilheyrandi vínum, munnþurrkubrot af mismunandi gerðum og við mismunandi tilefni. Meðhöndlun og notkun áhalda og tækja til fyrirskurðar og eldsteikingu, framreiðslu á veitingum samkvæmt faglegum venjum og frágangur á búnaði að notkun lokinni. Í áfanganum er æfð framreiðsla vína, blöndun drykkja eftir stöðluðum uppskriftum og helstu efni og áhöld við vinnu á bar, nýjungar í blöndun óáfengra og áfengra drykkja. Áfanginn tekur til þekkingar á tölvunotkun við upplýsingaöflun og notkun forrita sem nýtast faginu til útreikninga, utanumhalds og gerð HACCP- og stjórnunargátlista. Er í ráðgefandi hlutverki gestgjafa.
    Nemandi þarf aðvera á námssamningi og hafa lokið að lágmarki 50 vikum í starfsnámi framreiðslu áður en nám í áfanganum hefst.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi uppröðun borða eftir tilefnum og staðháttum
    • almennum reglum við borðlagningu og framreiðslu veitinga
    • borðlagningu fyrir grunnmatseðla með tilheyrandi vínum
    • framreiðsluaðferðum, tækjum og áhöldum
    • eldsteikingu og fyrirskurði
    • meðferð vína og umhellingu
    • blöndun drykkja, uppskriftum, efnum, breytiþáttum, áhöldum og tækum
    • almennum frágangi á veitingasal samkvæmt faglegum og/eða stöðluðum hefðum/kerfum, HACCP- og gátlistum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • raða upp veitingasal aðlaga gestafjölda að rými
    • dúka borð samkvæmt faglegum hefðum
    • undirbúa á borðlagningu og framreiðslu veitinga
    • leggja á borð fyrir grunn matseðla með tilheyrandi vínum
    • taka á móti gestum
    • taka matar- og vínpantanir og ráðleggja við val rétta og vína
    • beita sértækum vinnubrögðum, verkfærum og tækjum
    • framreiða frá bar
    • ganga frá veitingasal samkvæmt faglegum og/eða stöðluðum hefðum/kerfum, HACCP og gátlistum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skipuleggja, útfæra og framkvæma grunnþætti í alhliða borðhaldi
    • geta skipulagt vinnusvæði og framreiðsluferla með tilliti til þess hvert tilefnið er
    • þróa kunnáttu og leikni í framreiðsluaðferðum
    • vera ráðleggjandi í grunnþáttum við val á drykkjum
    • samþætta notkun tækja, áhalda, hráefnis- og verkferla á bar
    • skilgreina og vinna úr þörfum gesta í vali á mat og drykk
    • geta sett upp hlaðborð fyrir öll tækifæri og skipulagt réttauppröðun