Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1524214542.9

    Framreiðsla bókleg
    FRAM3BÓ05
    11
    framreiðsla
    bókleg framreiðsla
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn inniheldur þekkingu skipulagningu, uppstillingum á veitingasal, dúkun borða miðað við hin ýmsu tækifæri og borðlagningu eftir mismunandi matseðlum. Gerð blómaskreytinga og skreytingu borða Móttöku gesta, samvinnu við eldhús um tímasetningu og framreiðsluhraða eða samfellt ferli með eins fáum undantekningum og kostur er. Þekkingu á gátlista- og skýrslugerð til fylgni og utanumhalds.Uppsetningu kokteillista, matseðla og vínseðla og á hlutverki þeirra í rekstri veitingahúsa. Áfanginn tekur til þekkingar á tölvunotkun við upplýsingaöflun og notkun forrita sem nýtast faginu til útreikninga, utanumhalds og gerð HACCP- og stjórnunargátlista.
    Nemandi þarf aðvera á námssamningi og hafa lokið að lágmarki 60 vikum í starfsnámi framreiðslu áður en nám í áfanganum hefst.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • skipulagningu veisluhalds almennt eða eftir tilgreindum hefðum (protocol)
    • uppsetningu gátlista borða- og vinnuplana
    • ráðgjöf við val á framreiðsluaðferðum með hliðsjón af matseðli
    • ráðgjöf við val á drykkjum og vínum með hliðsjón af tilefni og matseðli
    • skipulagningu veitingasala, dúkun, borðlagningu eftir tilgreindum mat- og vínseðlum
    • skipulagninu við móttöku gesta, tímasetningar, hraða og fyrirkomulag framreiðslu
    • að gefa hugmyndir um blóma og borðskreytingar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa úr gögnum er varða pantanir á veislum og samkvæmum
    • lesa úr matseðlum og vínseðlum til ákvörðunar á borðlagningu
    • framfylgja beiðnum um mismunandi uppsetningar/útfærslur á veislum og samkvæmum
    • lesa úr réttaheitum á matseðlum og geta útskýrt merkingu þeirra
    • vinna með matar- og vínpantanir fyrir hin ýmsu tilefni
    • hafa fagleg samskipti við gesti
    • tímasetja framreiðslu veitinga
    • framreiða vín
    • taka á móti vörum
    • meðhöndla blóm og blómaskreytingar
    • nota tölvur til upplýsingaöflunar og forrit til útreikninga, utanumhalds og gerðar Gámes- og stjórnunargátlista
    • afla og nýta upplýsingaleiðir til að nálgast lög og reglugerðir sem viðkoma starfinu
    • nota íslenska fánann og erlenda þjóðfána við tilgreind tilefni
    • siði og hefðir við þjónustu (protocol)
    • afla og nýta upplýsingar um neysluvenjur þjóða og trúfélaga
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og geta unnið og leiðbeint í fjölþjóðlegu umhverfi með mannauð og almennt siðferði að leiðarljósi
    • skapa þær aðstæður sem óskað er eftir við mismunandi tilefni
    • annast daglegan undirbúning og rekstur veitinga-, funda- og veislusala
    • forgangsraða verkefnum, gera pöntunarlista og semja dags-, viku- eða mánaðaplön
    • vera virkur eftirlitsaðili í framkvæmd innra eftirlits, gæðastjórnun HACCP
    • skipuleggja og tímasetja framreiðslu og framreiðsluhætti
    • vera ráðgefandi