Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1524214838.56

  Framreiðsla verkleg
  FRAM3VL13
  12
  framreiðsla
  Framreiðsla Verkleg
  Samþykkt af skóla
  3
  13
  Áfanginn inniheldur þekkingu og þjálfun í skipulagningu og öguðum vinnubrögðum, uppstillingu veislu og/eða veitingasala, dúkun borða miðað við ýmis tækifæri og þemu ásamt borðlagningu eftir mismunandi matseðlum. Móttöku gesta, framreiðslu frá bar, sjálfstæðum vinnubrögðum í verkefnum. Í notkun á öllum helstu áhöldum, aðferðum, meðhöndlun hráefnis við fyrirskurð og eldsteikingu í augsýn gesta. Í framreiðslu á vínum og umhellingu, beitingu mismunandi framreiðsluaðferða. Lögð er áhersla á tímaáætlanir og að framreiðsla á mat og víni gangi eftir. Fagleg umgengni við gesti, svo sem svara spurningum um matseðil og vín. Þekking og þjálfun í meðhöndlun blóma og undirstöðuatriði í gerð blóma- og borðskreytinga. Áfanginn tekur til þekkingar á tölvunotkun við upplýsingaöflun og notkun forrita sem nýtast faginu til útreikninga, utanumhalds og gerð HACCP- og stjórnunargátlista.
  Nemandi þarf aðvera á námssamningi og hafa lokið FRAM2VL13 og að lágmarki 60 vikum í starfsnámi framreiðslu áður en nám í áfanganum hefst.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • mikilvægi faglegrar fyrirhyggju og agaðra vinnubragða við undirbúning og framkvæmd verkþátta
  • mikilvægi heildarútlits salarkinna og umhverfis
  • að framfylgja þeim óskum gesta sem hlotið hafa samþykki
  • að hafa fagmennsku í fyrirrúmi í beitingu framreiðsluhátta, tækja og áhalda
  • að tímaáætlanir standist
  • allri framreiðslu vína, meðhöndlun og umhellingu
  • mikilvægi þess að ávinna sér traust gesta skiptir sköpum til framtíðar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • undirbúa fyrir hvers kyns fundi, móttökur og borðhald eða veisluhöld
  • stjórna borðauppröðun og borðlagningu fyrir allar tegundir og stærðir matseðla
  • skipuleggja vinnu í samræmi við hefðir þar að lútandi
  • gera blómaskreytingar og skreyta borð með hliðsjón af hefðum, reglum og tilefni
  • skera fyrir og/eða eldsteikja og meðhöndla hráefni í augsýn gesta
  • bera fram mat eftir faglegum hefðum
  • framreiða frá bar
  • taka á móti gestum, vísa þeim til sætis á viðeigandi hátt og miðað við tilefni
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • öðlast sjálfstæði í vinnubrögðum
  • taka á móti fólki í fjölþjóðlegu umhverfi með þjónustu og almennt siðferði að leiðarljósi
  • taka á móti og vinna úr öllum helstu óskum um viðburði innan veggja veitingahúss
  • miðla upplýsingum um veitingar sem í boði eru
  • leggja á borð og/eða stjórnar borðlagningu samkvæmt mat- og vínseðli
  • undirbúa eða stjórna undirbúning á veitinga- og/eða veislusölum
  • samhæfa alla þá þætti sem geta stuðlað að eins lýtalausri þjónustu og kostur er
  • stjórna og tímasetja framreiðslu á veitingum í samvinnu við eldhús og aðra þá sem að verkinu koma
  • skreyta veisluborð, meðhöndla blóma- og borðskreytingar
  • vinna sjálfstætt að verkefnum eftir viðurkenndum framreiðslu- og verkferlum