Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1524215063.66

    Fagfræði framreiðslu bókleg
    FRAM2BÓ06
    13
    framreiðsla
    bókleg framreiðsla
    Samþykkt af skóla
    2
    6
    Áfanginn inniheldur þekkingu á framreiðslustarfinu í heild sinni svo sem á samskiptum við gesti og hlutverk framreiðslumanns fagmennska/sölumennska. Þekkingu á borðbúnaði og notkun hans við borðlagningu, vinnuskipulagi, og undirbúning fyrir hvern þátt starfsins samkvæmt fagvenjum. Þekkingu á réttaþekkingu á helstu fæðuflokkum og hagnýtingu þeirra við matreiðslu. Þekkingu á fyrirskurðar-og eldsteikingaráhöldum ásamt aðferðum við helstu hráefni. Áfanginn tekur til þekkingar á tölvunotkun við upplýsingaöflun og notkun forrita sem nýtast faginu við utanumhald, gerð HACCP- og stjórnunargátlista.
    Nemandi þarf aðvera á námssamningi og hafa lokið áfanganum FRBV1FR06 og að lágmarki 50 vikum í starfsnámi framreiðslu áður en nám í áfanganum hefst.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • varðveislu sögu framreiðslu
    • að hollusta og heilbrigði í starfi verði meðvituð ásamt helstu atvinnusjúkdómum
    • að snyrtimennska í klæðaburð og framkomu verði meðvituð
    • að viðhafa lög og reglugerðir sem viðkoma starfinu
    • framfylgni fánalaga
    • faglegum samskiptum við gesti
    • nauðsyn þess að geta miðlað landfræðilegum/ sögulegum staðháttu og staðreyndum
    • að virða neysluvenjur þjóða og trúfélaga
    • undirbúningi borðhalds, uppröðun og borðlagningu
    • líni, áhöldum og glösum
    • vali framreiðsluaðferða
    • fæðuflokkum og hagnýtingu sláturdýra
    • innkaupum á helstu hráefnum, mótöku og meðhöndlun
    • greiningu, sundurhlutun, hagnýtingu og vöðvabyggingu villtra- og sláturdýra, fugla og fiska
    • notakun tölvu og tölvuforrit í starfi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tileinka sér sögulega mótun framreiðslustarfsins
    • afla og nýta upplýsingaleiðir til að nálgast lög og reglugerðir sem viðkoma starfinu, notkun íslenska og erlenda þjóðfána, siði og hefðir við þjónustu (protocol)
    • nálgast og nýta upplýsingar um land og þjóð
    • afla og nýta upplýsingar um neysluvenjur þjóða og trúfélaga
    • skipuleggja, undirbúa og þarfagreina borðhald og veislur
    • tileinka sér þekkingu á fæðuflokkum, hagnýtingu sláturdýra, matreiðsluaðferðum og réttaþekkingu við dagleg störf
    • nýta tölvur í starfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • umgangast fólk, mannþekkingar, og lipurð í mannlegum samskiptum
    • sinna gestum veitingahúsa úr öllum stéttum samfélagsins frá hinum almenna borgara til þjóðhöfðingja
    • nýta þekkingu og færni til að uppfylla kröfur þessara mismunandi þjóðfélagshópa
    • geta lagt á borð samkvæmt matseðli ásamt glösum fyrir þau vín sem fram verða borin
    • taka á móti vöru, umsjón og eftirlit með ástandi (umbúðamerkingar samanburður vörutegunda) sérhæft lagerhald