Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1524215154.56

    Vínfræði framreiðslu
    VÍNF2FR05
    5
    Vínfræði framreiðslu
    VÍNF
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn inniheldur þekkingu á grunnþáttum vínfræðinnar, sögu, landafræði, ræktun og ræktunarskilyrðum. Vínfræði bjórs, styrkts og eimaðs áfengis. Þekking á vinnu á bar notkun glasa, sérhæfðra tækja áhalda og íblöndunarefna. Þekkingu á breytum og aðlögun erlendar drykkjauppskriftir að íslenskri mælieiningu. Þekkingu til vínsmökkunar og skráningar á niðurstöðum. Umhellingu vína og ástæðna. Áfanginn tekur til þekkingar á tölvunotkun við upplýsingaöflun og notkun forrita sem nýtast til útreikninga og utanumhalds.
    Nemandi þarf aðvera á námssamningi og hafa lokið áfanganum FRBV1FR06 og að lágmarki 50 vikum í starfsnámi framreiðslu áður en nám í áfanganum hefst.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • sögu, landafræði og grunnþáttum víngerðar
    • þrúgutegundum, framleiðsluferli mismunandi borð- og styrktra vína
    • framleiðsluferli eimaðra vína, bittera og líkjöra
    • framleiðsluferli bjórs
    • hráefnisþörf, skipulagningu og uppsetningu á bar
    • vínsmökkun og skráningu upplýsinga
    • greiningu miða vínflaskna
    • þörf umhellingar vína ástæður og aðferðir
    • verkferlum, áhöldum- og hráefnisþörf á bar
    • varðveislu vínbirgða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja upp og skipuleggja bar sem vinnusvæði
    • nota íblöndunarefni
    • nota mælieiningar og hugtök
    • beita áhöldum og tækjum til blöndunar
    • lesa vínmiða mismunandi vínframleiðslulanda
    • taka á móti vörum
    • umhella vínum
    • afla upplýsinga um helstu lönd, þrúgur og aðferðir í víngerð borð- og styrktra vína
    • afla og nýta upplýsingar um hinar ýmsu gerðir bjórs, eimaðra vína, bittera og líkjöra
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • afla og miðla upplýsingum um helstu lönd, þrúgur og aðferðir víngerðar ásamt að miðla upplýsingum af vínmiðum
    • afla og miðla upplýsingum um grunnþætti bjórgerðar og eimaðra vína
    • aðlaga erlendar drykkjauppskriftir að viðurkenndri mælieiningu
    • skipuleggja bar út frá faglegri uppröðun og vinnu- og hreinlætisferla
    • yfirfæra upplýsingar úr fræðibókum, uppflettiritum og fræðsluvefjum til daglegra nota
    • nota upplýsingatækni og tölvuforrit