Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1524222304.4

    Vínfræði framreiðslu
    VÍNF3FR05
    6
    Vínfræði framreiðslu
    VÍNF
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn inniheldur ítarlega þekkingu í vínfræði, svo sem um helstu þrúgur og einkenni þeirra, plágum og pestum sem herja á vínviðinn. Farið er yfir fornar og nýjar aðferðir við víngerð svo og einkenni og sérstöðu landa, héraða, hreppa og landfræðilega legu þeirra og mismunandi jarðveg. Fjallað eru um hin ýmsu vín og það ferli sem á sér stað við gerð þeirra. Ítarleg vínsmökkun er í áfanganum greining mat og skráning. Áfanginn tekur til innkaupa, lagerhals, meðhöndlun og framreiðslu ásamt tölvunotkun við upplýsingaöflun og notkun forrita sem nýtast faginu til útreikninga og utanumhalds.
    Nemandi þarf að vera á námssamningi og hafa lokið VÍNF2FR05.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróunarsögu víngerðar
    • vín-landafræði, lönd, sýslur og hreppar
    • ræktun vínviðar í víngarðinum
    • vín-landafræði, lönd, sýslur og hreppar
    • helstu þrúgum og víni ásamt einkennum þeirra
    • helstu aðferðum og áhrifavöldum við framleiðslu á vínum og geymslu þeirra
    • öllum stigum víngerðar þ.m.t. á hvítvínum, rauðvínum, sætvínum og freyðivínum
    • vínsmökkun þ.m.t. einkenni útliti, lykt og bragð, skráð og hagnýtt sér niðurstöður
    • að byggja upp gagnabanka við innkaup og lagerhald
    • greiningu og uppsetningu vínseðla
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa miða vínflaskna og gera grein fyrir þrúgum, sérstöðu landa, héraða og hreppa
    • umhella vínum og beita þeim aðferðum sem þörf er hverju sinni
    • framkvæma vínsmökkun
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • byggja upp sérhæfða vínþekkingu
    • greina mun milli þrúga, landa, héraða og hreppa og yfirfæra upplýsingar
    • útfæra og miðla upplýsingum
    • hafa umsjón með vínlager
    • gera pantanir samkvæmt þeim stöðlum og viðmiðum sem notuð eru á hverjum stað
    • raða upp vínseðli með helstu lýsingum og upplýsingum
    • vera ráðgefandi við val á vínum með samspil og hagkvæmi að leiðarljósi
    • yfirfæra þekkingu í verkferla
    • halda gagnabanka