Áfanginn inniheldur þekkingu á skipulagningu, fyrirkomulagi, tilefni, gestafjölda, borðaskipulag, borðlagningu, skreytingum og niðurröðun gesta. Samskipti við eldhús, matseðill, hráefni, matreiðsluaðferðir, meðlæti, uppsetning vinnuskipulags fyrir viðburðinn, tímasetningar á framreiðslu og framreiðsluaðferðir. Pörun vína við rétti á matseðli, af hverju ákveðin vín eru valin ásamt upplýsingum, land, hérað, svæði, framleiðanda, þrúgum og árgangi. Gerð fordrykkja- mat- og vínseðla ásamt upplýsingum sem þar eiga að fylgja. Miðlun allra upplýsinga er varða viðburðinn til þeirra sem að koma. Stjórna og framfylgja skipulagi. Áfanginn tekur til þekkingar á tölvunotkun við upplýsingaöflun og notkun forrita sem nýtast faginu til útreikninga, utanumhalds og gerð HACCP- og stjórnunargátlista.
Nemandi þarf aðvera á námssamningi og hafa lokið áföngunum FRAM2BÓ06, FRAM2VL13 og að lágmarki 60 vikum í starfsnámi framreiðslu áður en nám í áfanganum hefst.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
að undirbúa, skipuleggja og stjórna veisluhaldi almennt eða eftir tilgreindum hefðum (protocol)
að setja upp gátlista borða- og vinnuplön
að skipuleggja framreiðsluaðferðir með hliðsjón af matseðli og réttasamsetningum
að velja fordrykki og vín og önnur drykkjaföng með hliðsjón af tilefni og matseðli
að stjórna skipulagi á veitingasal, dúkun, borðlagningu eftir tilgreindum óskum, mat- og vínseðlum
að skipuleggja borðaplön, móttöku gesta, tímasetningar og hraða og fyrirkomulag framreiðslu
að gefa hugmyndir um blóma og borðskreytingar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
miðla gögnum er varða pantanir á veislum og samkvæmum til þeirra er málið varða
vinna og miðla matseðlum og vínseðlum til ákvörðunar á borðlagningu
framfylgja beiðnum um mismunandi uppsetningar/útfærslur á veislum og samkvæmum
miðla réttaheitum á matseðlum og geta útskýrt merkingu þeirra
vinna úr matar- og vínpöntunum fyrir hin ýmsu tilefni
hafa fagleg samskipti við gesti
gera magnáætlun á drykkjarföngum tímasetja og stjórna framreiðslu veitinga
stjórna vörumóttöku
nota tölvur til upplýsingaöflunar og forrit til útreikninga, utanumhalds og gerðar HACCP- og stjórnunargátlista
afla og nýta upplýsingaleiðir til að nálgast lög og reglugerðir sem viðkoma starfinu
nota íslenska fánann og erlenda þjóðfána við tilgreind tilefni
framreiða veitingar eftir mismunandi siðum og hefðum við þjónustu (protocol)
afla og nýta upplýsingar um neysluvenjur þjóða og trúfélaga
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og geta unnið og leiðbeint í fjölþjóðlegu umhverfi með mannauð og almennt siðferði að leiðarljósi
skapa þær aðstæður sem óskað er eftir við mismunandi tilefni
annast daglegan undirbúning og rekstur veitinga-, funda- og veislusala
forgangsraða verkefnum, gera pöntunarlista og semja dags-, viku- eða mánaðaplön
vera virkur eftirlitsaðili í framkvæmd innra eftirlits, gæðastjórnun HACCP
skipuleggja og tímasetja framreiðslu og framreiðsluhætti við framreiðslu veitinga við öll tækifæri
vera ráðgefandi hvað varðar framreiðslu í samkvæmum