Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1525251213.72

  Aðferðafræði matreiðslu
  AÐFE2IB05(MA)
  2
  Aðferðarfræði matreiðslu
  AÐFE
  Samþykkt af skóla
  2
  5
  MA
  Í áfanganum er lögð áhersla á að sýna fram á hvernig mismunandi matreiðsluaðferðir eiga við mismunandi eiginleika/samsetningu kjöts og fisks. Nemendur kynnast mismunandi vöðvabyggingu og vöðvagerð, þekkja magn bindivefs og viðeigandi hitameðferð með tilliti til vökvataps. Nemendi læri að beita viðeigandi aðferðum við matreiðslu mismunandi hráefnis og að nemandi geti tengt þær við mismunandi eldunaraðferðir. Fjallað er um soðgerð og breytingar sem verða á soðum við eldun. Nemendur læra um allar sígildar undirstöðusósur einnig læra þeir um helstu súpuflokka.
  Námssamningur í matreiðslu.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • öllum 12 matreiðsluaðferðunum
  • kostum og virkni mismunandi matreiðsluaðferða
  • vöðvabyggingu og vali á matreiðsluaðferðum
  • helstu matreiðsluaðferðir m.t.t. varðveislu næringarinnihalds og hámarksgæða vörunnar
  • öllum grunnsoðum, aðferðum, suðutíma og notkunarmöguleikum
  • grunnsósum, einkenni, aðferðir, suðutíma og notkun þeirra
  • samtímasósum, einkennum og notkun
  • grunnsúpuflokkum og sérkennum hvers um sig
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota rétta matreiðslu- og hitameðferð í matreiðslu
  • beita öllum helstu mælitækjum til að tryggja öryggi og gæði vörunar
  • beita sértækum vinnubrögðum, verkfærum og tækjum
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • velja matreiðsluaðferð sem hæfir hinum ýmsu hráefnistegundum
  • nota réttrar hitameðferðar í matreiðslu til þess að auka gæði og arðsemi vörunnar
  • þróa kunnáttu og leikni í matreiðsluaðferðum
  • samþætta notkun tækja, áhalda, hráefnis- og verkferla í soðgerð