Nemandi lærir um eftirréttarflokkana, heita, kalda og frosna eftirrétti. Nemandi lærir um sígilda eftirrétti, og aðferðafræði við gerð eftirrétta. Enn fremur er lögð áhersla á að nemandi læri um bakstur sem tilheyrir eftirréttagerð. Nemandi lærir um súkkulaði, temprun og konfektgerð. Nemandi dýptkar skylning sinn á eftirréttagerð.
VMAT2IB12, námssamningur í matreiðslu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
öllum eftirréttaflokkunum
aðferðarfræði við gerð eftirrétta
meðferð og temprun á súkkulaði
mismunandi tegundir súkkulaðis
sígildum eftirréttum
öllum helstu bindi- og bragðefnum í eftirréttagerð
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
hanna og setja fram nýja eftirrétti og beita gagnrýninni hugsun
forgangsraða verkefnum og sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnu sinni.
afla hagnýtra upplýsinga og greina á milli áreiðanleika þeirra og fræðilegs gildis.
útfæra sígilda eftirrétti í nútímalegt form
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta gæði vinnu sinnar með skapandi og gagnrýnni hugsun.
skipuleggja, útfæra og framkvæma grunnþætti í eftirréttavinnu