Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1525253928.92

    Verkleg matreiðsla, heitur og kaldur matur
    VMAT2IB12
    2
    Verkleg matreiðsla, heitur matur
    VMAT
    Samþykkt af skóla
    2
    12
    Í áfanganum er lögð áhersla á sígildar undirstöðu matreiðsluaðferðir. Að nemandi geti nýtt sér grunnmatreiðsluaðferðir og nýtt þær við matreiðslu á fjölbreyttu hráefni. Í verklegri kennslu er farið eftir þeim reglum sem gilda um viðurkennd gæðakerfi. Í áfanganum vinnur nemandi við farsgerð, lærir um kæliferla og bindieiginleika, einnig er farið í kald- og heitreykingu og þurr- og pækilsöltun. Nemandi vinnur með hrámarineringu á fiski, skelfiski og kjöti.
    VMAT1IB05, námssamningur í matreiðslu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • megin matreiðsluaðferðum með tilliti til hráefnis
    • öllum soðum, undirstöðusúpum og undirstöðusósum
    • hádegisverðarréttum og sígildum kvöldverðarréttum
    • sígildum köldum réttum
    • farsgerð, söltun, reykingu og marineringu á fisk og kjöti
    • sígildum undirstöðu matreiðsluaðferðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • para saman hráefni og eldunaraðferðir
    • nýta sér öll helstu tæki og handverkfæri í eldhúsi
    • beita mismunandi skurði á grænmeti, fisk og kjöti
    • meta ferskleika hráefnis með tilliti til gæða
    • ganga frá eldhúsi samkvæmt faglegum hefðum, HACCP og gátlistum
    • nota mælieiningar og fagleg hugtök
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þróa kunnáttu og leikni í matreiðsluaðferðum
    • setja upp hlaðborð með heitum og köldum réttum
    • meta kröfur til hráefna
    • fyrirbyggja krossmengun