Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1525256501.4

    Kalda eldhús
    KALD1IB03
    2
    Kalda eldhús
    KALD
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í áfanganum er unnið að aðferðum við varðveislu matvæla. Farið er yfir veitingasögu ásamt sögu kalda eldhússins. Kenndar eru helstu aðferðir við marineringu. Nemandi fái undirstöðuþekkingu í farsgerð, patégerð, lögun á galantine, ballontine og terrine, pylsugerð, heit- og kaldreykingu, þurrsöltun og pækilsöltun. Lögð er áhersla á mikilvægi þess að halda órofnum kæliferlum. Nemandi fái undirstöðuþekkingu í köldu eldhúsi. Nemandi lærir um bindieiginleika mismunandi hráefnategunda og eiginleika salts og ýmissa kryddtegunda. Einnig er farið yfir geymsluaukandi áhrif reykingar á matvæli.
    Námssamningur í matreiðslu
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • veitingasögu og veitingamenningu
    • varðveislu matvæla
    • sígildum köldum réttum
    • heit- og kaldreykingu
    • þurrsöltum og pækilsöltun
    • mikilvægi þess að halda órofnum kæliferlum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • áætla skammtastærð með tilliti til fjölda rétta og samsetningar þeirra
    • gera heildstæða verkáætlun og vinna eftir henni
    • meta áhættu við framleiðslu, dreifingu og framreiðslu matvæla
    • skilja hver eru grundavallaratriði við framleiðslu og dreifingu matvæla
    • meta ferskleika hráefnis með tilliti til gæða
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna frumkvæði og hugmyndaauðgi við úrlausn verkefna
    • þekkja vel til aðferða við varðveislu á köldum mat
    • skipuleggja vinnusvæði og framreiðsluferla með tilliti til þess hvert tilefnið er
    • setja upp og skipuleggja köld hlaðborð