Í áfanganum er lögð áhersla á stafræna mótun og stafræna móttöku. Farið er í meðhöndlun stafræns merkis og mismunandi gerðir starfrænnar mótunar. Fjallað er um fjarskiptakerfi meðal stórra og stærri fyrirtækja. Farið er í loftnetskerfi ásamt meðal stórum og stærri þráðlausum netkerfum. Fjallað er um mismunandi tíðnisvið stafrænna fjarskipta og þráðlausra netkerfa. Lögð er áhersla á að nemendur læri að mæla og bilanagreina stafræn fjarskiptakerfi. Þjálfist í notkun tíðnirófsgreinis bæði fyrir hliðræn merki og stafræn merki. Læri að nota netmæla til að mæla og taka út víraðar netlagnir og skila af sér skýrslum um virkni þeirra. Nemendur læra að hanna meðal stór og stærri þráðlaus netkerfi út frá tíðnisviði, dreifingu og burðargetu.
FJSV2RE05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
algengum gerðum stafrænni mótun og afmótun
mælieiningum og mælitækjum í fjarskiptatækni
tíðnisviði, dreifingu og burðargetu þráðlausra netkerfa
hvernig hægt er að sía merki
notkun tíðnirófsgreinis við bilanagreiningu í þráðlausum netkerfum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
setja upp og tengja stafrænt loftnetskerfi
mæla merkjastyrk með loftnetsmælum
greina krossmótun og yfirmótun í loftnetskerfi
mæla, bilanagreina og taka út víruð netkerfi
mæla bilangreina og taka út þráðlaus netkerfi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta sett upp loftnetskerfi og dreifikerfi fyrir stafræna og hliðræna mótun
geta mælt og bilanagreint loftnetskerfi
meta orsök krossmótunar og yfirmótunar
geta ákvarðað þörf og valið síur fyrir loftnetskerfi
geta mælt og ákvarðað þörf fyrir mögnun, millimögnun og síun í loftnetskerfi
geta mælt og bilanagreint víruð netkerfi
geta mælt og bilanagreint þráðlaus netkerfi
Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.