Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1526044012.05

    Rafeindabúnaður og mælingar
    RABV3RE05(BV)
    3
    rafeindarásir og mælingar
    magnarar, mælitæki, sveiflusjár, transistorrásir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    BV
    Nemendur kynnist SM (Switch mode) spennugjafatækni og samanburði hennar við línulega spennugjafa. Læra um virkni SM spennugjafa, geri einfalda bilanagreiningu í slíkum tækjum og öðlist skilning á virkni þeirra. Áhersla lögð á verklega vinnu við mælingar og túlkun mælingarniðurstaða. Kynntar eru nokkrar gerðir orkubreyta, magnara og sérhæfðra magnara. Vinna við greiningu og bilanaleit í línulegum spennugjöfum. Lögð er áhersla á teikningalestur og greiningu búnaðar í einingar (blokkir) til að staðsetja virkni.
    RABV2RE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • virkni mismunandi SM rása
    • virkni línulegra spennubreyta
    • virkni orkubreyta
    • virkni og mikilvægi jarðsambanda innan rafeindarása.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • mæla SM rásir og gera sér grein fyrir mögulegum orsakavöldum bilana.
    • mæla línulega spennugjafa og bilanagreina.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina tegund SM spennugjafa.
    • teikna blokkmynd af SM spennugjafa.
    • mæla SM spennugjafa með bilun í og greina orsök.
    • mæla línulega spennugjafa með bilun í og greina orsök.
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.