Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1526044034.1

  Rafeindabúnaður og mælingar
  RABV3RE05(CV)
  4
  rafeindarásir og mælingar
  magnarar, mælitæki, sveiflusjár, transistorrásir
  Samþykkt af skóla
  3
  5
  CV
  Áfanganum lýkur með sveinsprófi. Unnið er með almennan rafeindabúnað, fjarskiptatæki, SM spennugjafa. Nemendur læra um virkni margmiðlunar- og gagna sendinga og móttöku. Nemendur fari í bilanaleit í rafeindabúnaði. Nemandi fái yfirsýn yfir ýmsar rásir og tæki sem notuð eru t.d. um borð í skipum, á spítölum og almenn heimilistæki. Nemendur læri um truflanir og áhrif þeirra á viðkvæman rafeindabúnað. Hvernig truflun getur haft áhrif á rafmagnsneti og í lofti og hvaða ráðstafanir eru mikilvægar í þessu samhengi og hvernig íhlutir gagnast.
  RABV3RE05
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • virkni SM spennugjafa.
  • notkun tækja og rása í ýmsu samhengi.
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • bilanagreina SM rásir
  • bilanagreina rafeinda rásir.
  • teikna og skilgreina ýmsar gerðir SM spennugjafa.
  • greina upptök truflana og áætla ráðstafanir.
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • sýna öguð og rökrétt vinnubrögð við vinnu.
  • afla upplýsinga á interneti um íhluti og rásir.
  • greina tegund og uppbyggingu SM rása.
  • greina rafeindarásir upp í blokkmyndir og áætla virkni út frá teikningu.
  • bilanagreina og gera við rafeindabúnað.
  Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.