Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1526388892.43

  Kvikmyndarannsókn
  FBRU1KV01
  10
  Framhaldsskólabrú
  kvikmyndafræði, kvikmyndir
  Samþykkt af skóla
  1
  1
  Í áfanganum er ein kvikmynd tekin fyrir og rannsökuð út frá mismunandi hliðum. Lögð er áhersla á þverfagleg viðfangsefni sem henta hverju sinni. Verkefnin eru unnin út frá mismunandi greinum t.d. raunvísindum, listum, hugvísindum eða málvísindum. Nemendur skoða hvernig hægt er að nálgast ólík viðfangsefni á skapandi hátt. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • boðskap kvikmyndarinnar
  • gagnrýnni hugsun
  • hvernig kvikmyndir geta endurspeglað mismunandi fræðigreinar
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nýta kvikmyndamiðilinn til rannsóknar
  • rýna í samfélagið og mannlega hegðun með augum kvikmyndarinnar
  • greina hvernig kvikmyndir túlka sögu og vísindi
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • geta skoðað kvikmyndamiðilinn frá ólíkum sjónarhornum
  • geta tileinkað sér nýja þekkingu
  Leiðsagnarmat. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram