Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1526393795.76

    Fjölbreytt hreyfing
    FBRU1HR01
    8
    Framhaldsskólabrú
    hreyfing, lífstíll, slökun
    Samþykkt af skóla
    1
    1
    Í áfanganum stunda nemendur jóga og fjölbreytta hreyfingu ásamt því að tileinka sér hugmyndafræði núvitundar. Markmiðið er að þeir kynnist því hvað hreyfing og slökun er mikilvægur hluti af heilbrigðu líferni. Nemendum eru kynntar hefðbundnar og óhefðbundnar leiðir til þess að stunda hreyfingu, innanhúss og utan. Nemendur blanda saman hreyfingu og félagaslegum samskiptum og eru hvattir til þess að finna sér leiðir til að gera hreyfingu að sjálfsögðum hluta af lífi sínu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi hreyfingar í daglegu lífi
    • gagnsemi jóga, núvitundar og slökunar í nútímasamfélagi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • njóta mismunandi líkamsræktar
    • nálgast viðfangsefni með opnum hug og jákvæðni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • finna sér og stunda hreyfingu við hæfi
    • blanda saman hreyfingu og félagslegum samskiptum
    • auka víðsýni
    • auka vellíðan sína
    Leiðsagnarmat. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram.