Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1526654964.55

    Matur og markmið
    FBRU1MM03
    25
    Framhaldsskólabrú
    markmið, matur, menning, næring
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Í áfanganum er fengist við mat og markmið í samhengi við heilbrigði. Kynnt verða hugtökin vistspor, ábyrgð neytenda og matarsóun auk þess sem uppruni matvæla verður kannaður. Fjallað verður um helstu næringarefni og nemendur þjálfaðir í næringarlæsi matvæla. Varpað verður ljósi á áhrif matarvenja á líkamlegt- og andlegt heilbrigði. Einnig læra nemendur að elda einfaldan og hollan mat. Nemendur læra helstu hugtök markmiðasetningar og eru hvattir til að setja sér markmið á hinum ýmsu sviðum. Námið byggist á hugmyndafræði persónumenntunar og því er ætlað að efla gagnrýna hugsun, sjálfsþekkingu, heilbrigðan lífsstíl, stærðfræði- og tungumálakunnáttu. Verkefnum er haldið til haga fyrir raunfærnimat á áframhaldandi námi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • næringarinnihaldi matvæla og áhrifum næringar og matarvenja á heilbrigði
    • meðhöndlun matvæla, nýtni og hvernig mismunandi hráefnanotkun endurspeglar bakgrunn og ólíkar framleiðsluaðferðir
    • mismunandi vistspori matvæla
    • markmiðasetningu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • afla sér upplýsinga
    • meta hvað er góð og hvað er slæm næring
    • lesa og skilja innihaldslýsingar á umbúðum matvara
    • vera meðvitaður um matarsóun
    • setja sér markmið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • greina upplýsingar um matvæli og næringu
    • tileinka sér heilbrigðar matarvenjur
    • vera ábyrgur neytandi
    Leiðsagnarmat. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram