Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1527183290.32

  Inngangur að náttúruvísindum fyrir félagsvísindabraut
  NÁTV1IF05
  None
  Náttúruvísindi
  Inngangur að náttúruvísindum fyrir félagsvísindabraut
  for inspection
  1
  5
  Í áfanganum verður fjallað um náttúruvísindi í víðu samhengi, efnafræði, líffræði, jarðfræði og eðlisfræði og hvernig þessar greinar eru tengjast. Lögð er áhersla á orkuhugtakið, orkuauðlindir og mögulega nýtingu endurnýjanlegar orkulindir í heimabyggð. Aðrir mikilvægir þættir varða þekkingu á vistkerfum jarðar, hringrás efna og sjálfbærni til hagnýtingar í nútíma samfélagi.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • grundvallar flokkun vísindagreina og helstu greinum náttúruvísinda
  • uppbyggingu efna og fyrirbæra, allt frá frumefnum til vetrarbrauta
  • ólífrænum og lífrænum efnum
  • helstu orkulindum jarðarbúa (jarðefnaorka, vatnsorka, vindorka, sólarorka, jarðvarmi og kjarnorka)
  • innri og ytri öflum jarðar og helstu áhrif þeirra
  • orkunotkun jarðarbúa og tengsl hennar í víðu samhengi t.d. við kolefnishlutlausan bruna lífrænna efna, gróðurhúsaáhrif, orkunotkun við fæðuframleiðslu og matvælaöryggi
  • erfðabreyttum matvælum
  • vatni og mikilvægi þess innan og utan lífvera
  • einkennum helstu fylkinga lífvera, aðal vistkerfum jarðar og dæmi um samsetningu þeirra
  • sjálfbærni
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • ræða og kynna efni áfangans
  • tengja mismunandi greinar náttúruvísinda
  • útskýra byggingu efna (frá öreindum til efnasambanda) og mun á helstu flokkum lífrænna efna
  • útskýra uppruna orku á jörðinni
  • útskýra mikilvægi þess að auka nýtingu matvæla
  • ræða kosti og galla erfðabreyttra matvæla
  • lýsa hringrás orku og kolefnis á jörðinni
  • útskýra áhrif vatns og saltlausna á frumur líkamans
  • lýsa einkennum lífvera og greina fylkingu þeirra
  • þekkja lífverur og greina helstu þætti valinna vistkerfa
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • taka þátt í umræðu um efni áfangans á ábyrgan og sjálfstæðan hátt
  • geta tekið rökstudda og gagnrýna afstöðu til málefna sem tengjast endurnýjanlegum orkugjöfum
  • geta tekið rökstudda og gagnrýna afstöðu til málefna sem tengjast aðgengi að hreinu vatni fyrir allar lífverur
  • átta sig á mikilvægi þess að hafa nokkra yfirsýn yfir megin viðföng helstu raungreina til skilnings á ýmsum umhverfis- og heilsufarslegum álitamálum
  • stuðla að sjálfbærni í samfélaginu, í starfi og í leik
  • afla sér víðtækari þekkingar á sviði náttúruvísinda
  Áfanginn er byggður upp með mörgum mismunandi verkefnum í leiðsagnarnámi. Lögð er sérstök áhersla á sköpun í aðal hópverkefni áfangans í samvinnu við Fab Lab.