Í áfanganum, sem er valáfanga í erfðafræði fyrir náttúruvísindabraut, er gerð grein fyrir sögu erfðafræðinnar ásamt grunnþáttum frumu-, sameinda- og stofnerfðafræði. Fjallað verður um Mendelskar og fjölgena erfðir og aðferðir við rannsókn erfðasjúkdóma. Leitast verður við að kynna nýjustu niðurstöður slíkra rannsókna ásamt aðferðafræði og nýtingu erfða- og líftækni.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
sögu og þróun erfðafræðinnar, tækni- og siðferðilega
kenningum Mendels og grunnatriðum erfðafræðinnar t.d. með erfðum mismunandi eingena einkenna í fjölskyldum
ferli frumuskiptinga, bæði mítósu og meiósu
byggingu og starfsemi erfðaefnis (DNA, RNA, gen og litningar)
helstu gerðum stökkbreytinga sem verða í erfðaefninu
grundvallaratriðum í erfðatækni og líftækni
erfðaefni örvera ásamt mismunandi næringarþáttum þeirra og lífsferlum
eðli og virkni príona
tengslagreiningu og fylgnigreiningu við leit að meingenum og erfðafræðilegri orsök sjúkdóma
fjölbreytileika lífvera og þróun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita grunnhugtökum erfðafræðinnar á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
rekja einfaldar og flóknar erfðir í fjölskyldum
tengja saman basaröð í DNA við basaröð í RNA og RNA röð við amínósýruröð próteina
gera greinarmun á helstu aðferðum við meingenaleit
lesa erfðafræðilegar upplýsingar úr máli og myndum frá mismunandi heimildum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
taka þátt í umræðu um erfðafræðileg málefni daglegs lífs á ábyrgan og sjálfstæðan hátt
geta tekið rökstudda og gagnrýna afstöðu til erfðarannsókna, erfðatækni, líftækni og annarra erfðafræðilegra málefna
finna þekkingu um erfðafræði í ritrýndum heimildum og tengja hana við samfélagslega þætti og umhverfismál
geta tekið þátt í umræðu á siðferðislegum álitamálum varðandi söfnun og notkun erfðaefnisupplýsinga
geta afla sér enn víðtækari þekkingar á sviði erfðafræðinnar
Áfanginn byggir á fjölda fjölbreyttra verkefna sem unnin eru í leiðsagnarnámi, tímaverkefi (ýmis styttri verkefni), verklegar æfingar og hlutapróf. Lögð er sérstök áhersla á sköpun í aðal hópverkefni áfangans