Það kom upp villa senda inn  Áfangi

  Áfangi Nánari upplýsingar


  Búið til: 1527188750.58

  Líf- og lífeðlisfræði
  LÍFF2LE05
  None
  líffræði
  lífeðlisfræði
  for inspection
  2
  5
  Í þessum áfanga fyrir nemendur á náttúruvísindabraut er farið í grunnatriði líf- og lífeðlisfræði. Flokkar líffræðinnar og grunnkenningar ásamt tengslum við aðrar fræðigreinar eru kynntar og aðferðum vísindanna við öflun þekkingar lýst. Flokkun lífheimsins og fjölbreytileiki lífvera skýrður með dæmum. Rifjaðir eru upp helstu flokkar lífrænna efna ásamt byggingu og starfsemi fruma. Byggingu og starfsemi helstu vefja dýra og plantna er lýst ásamt líffærum og líffærakerfum mannsins. Einstök líffærakerfi eru borin saman hjá mismunandi lífverum. Fjallað er um næringarnám hjá frumbjarga og ófrumbjarga lífverum. Með áherslu á spendýr er gerð grein fyrir meltingu, öndun, efnaflutning, úrgangslosun, ónæmissvörun, boðflutning, stjórnstöðvum í heila, hreyfingu, stjórn efnaskipta, skynjun, æxlun og fósturþroska. Því næst verður farið yfir skipulag erfðaefnisins, grundvallaratriði erfða, arfgengi eingena- og fjölgenaeiginleika ásamt dæmum og yfirliti um notkun erfðatæknilegra aðferða. Um leið og fjallað er um heilbrigða starfsemi lífvera er munur á starfsemi í hvíld og undir álagi kannaður ásamt dæmum um algeng frávik á starfseminni.
  Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
  • sérkennum líffræðinnar sem fræðigreinar og tengslum hennar við aðrar greinar
  • helstu grunnkenningum líffræðinnar
  • flokkum lífrænna efna og starfsemi þeirra
  • byggingu og starfsemi ýmissa frumugerða
  • byggingu og starfsemi vefja í dýrum og plöntum
  • skipulag og starfsemi helstu líffæra og líffærakerfa mannsins
  • hvað gerist við næringarnám hjá frumbjarga og ófrumbjarga lífverum
  • starfsemi meltingar, öndunar, efnaflutnings, úrgangslosun, ónæmissvörun, boðflutningi, skipulagi og virkni stjórnstöðva í heila, hreyfingu, stjórn efnaskipta, skynjun, æxlun og fósturþroska hjá spendýrum
  • skipulagi erfðaefnis, hvað felst í erfðum ásamt dæmum um arfgenga eiginleika
  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • gera greinarmun á helstu undirgreinum líffræðinnar
  • skoða lífverur í náttúrunni, í smásjá og á vefmiðlum
  • lesa líffræðilegar upplýsingar úr máli og myndum
  • útskýra flokka lífrænna efna og helstu hlutverk þeirra
  • greina mismunandi hluta fruma og starfsemi þeirra
  • greina vefi dýra og plantna og helstu einkenni þeirra
  • þekkja öll helstu líffæri og hvernig þau vinna saman í líffærakerfum
  • útskýra mun á næringarnámi hjá frumbjarga og ófrumbjarga lífverum
  • útskýra feril og virkni meltingar, öndunar, efnaflutnings, úrgangslosunar, ónæmissvörunar, boðflutnings, virkni stjórnstöðva í heila, hreyfinga, stjórnunar efnaskipta, skynjunar, æxlunar og fósturþroska hjá spendýrum
  • þekkja algengustu erfðamunstur og geta útskýrt þau
  Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • auka skilning sinn og annarra á fyrirbærum náttúruvísinda
  • leggja mat á upplýsingar sem tengjast líffræðilegum viðfangsefnum í samfélaginu á gagnrýninn hátt
  • taka ábyrgð á eigin lífi, heilsu og vellíðan með þekkingu sinni á líf- og lífeðlisfræðilegum þáttum
  • tengja grunnþekkingu í líf- og lífeðlisfræði við samfélagsleg gildi og umhverfi til sjálfbærni
  • afla sér frekari þekkingar á líffræðilegum viðfangsefnum
  Verkefnavinna í áfanganum tengist m.a. lífverum í umhverfi nemenda með það fyrir augum að auka áhuga þeirra og kynna þeim mikilvægi þekkingar á líffræði í daglegu lífi. Nemendur öðlast undirbúning undir frekara nám í líffræði og skyldum greinum. Áfanginn er byggður upp með mörgum mismunandi verkefnum í leiðsagnarnámi. Lögð er sérstök áhersla á sköpun í aðal hópverkefni áfangans.