Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1527195627.35

    Líffæra- og lífeðlisfræði 1
    LÍOL2SS05
    None
    líffæra og lífeðlisfræði
    Stoðkerfi, stjórnkerfi
    for inspection
    2
    5
    Í áfanganum verður farið yfir grunndvallaratriði í líffæra- og lífeðlisfræði. Valin atriði úr námsefninu verða tekin fyrir í vikulegum verkefnum til dýpri skilnings, þekkingar og þjálfunar á notkun hugtaka og framsetningu lífeðlisfræðilegra þátta. Þau atriði eru meðal annars jafnvægishneigð, svæðaskipting, áttir, líkamshol, bygging frumunnar, frumulíffærin, flutningur efna yfir himnur, frumuskiptingar, vefir og líffæri. Einnig verður farið yfir eftirfarandi líkamskerfi:   Þekjukerfið (lagskipting húðar og líffæri húðar), beinakerfið (beinmyndun, flokkum beina og beingrindina), vöðvakerfið (hlutverk, byggingu, vöðvasamdrátt, helstu vöðvar og hlutverk þeirra), taugakerfið (taugafrumur, taugaboð, taugaboðefni, taugaflækjur, sympatíska- og parasympatískakerfið, miðtauga- og úttaugakerfið), skynfærakerfið (skynfærin og hlutverk þeirra) og innkirtlakerfið (bygging og starfsemi kirtla og vaka).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • enskum og latneskum heitum á helstu byggingareiningum sem fjallað er um í námsefninu
    • starfsemi og byggingu flokka lífrænna efna
    • grunnbyggingu og -starfsemi mannslíkamans
    • starfsemi fruma og mismunandi vefjagerða
    • helstu líffærum og líffærakerfum og samspili þeirra í að viðhalda stöðugleika í líkamanum
    • byggingu og starfsemi þekju-, beina-, vöðva-, tauga-, skynfæra- og innkirtlakerfis
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota latnesk fræðiheiti við að lýsa afstöðu líffæra og líffærahluta
    • skilja ensk fræðiheiti sem fjallar um námsefnið
    • greina mismunandi flokka lífrænna efna út frá einkennandi byggingu sameindanna
    • útskýra byggingu og starfsemi þekju-, beina-, vöðva-, tauga-, skynfæra- og innkirtlakerfis
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta gert grein fyrir mun á byggingu og eiginleikum flokka lífrænna efna
    • geta gert grein fyrir samspili líffærakerfanna
    • geta sýnt fram á hvernig lífshættir geta haft áhrif á heilbrigði líkamans
    • þekkja megin frákvik í starfsemi líffærakerfa líkamans
    • geta aflað sér nýjustu upplýsinga um rannsóknir í líffæra- og lífeðlisfræði í ritrýndum heimildum
    • geta tekið þátt í umræðu á viðfangsefni áfangans á uppbyggilegan máta
    Áfanginn byggir á fjölda fjölbreyttra verkefna sem unnin eru í leiðsagnarnámi, tímaverkefni (ýmis styttri verkefni), verklegar æfingar og hlutapróf. Lögð er sérstök áhersla á sköpun í aðal hópverkefni áfangans.