Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1527202878.41

    Mannerfðafræði
    LÍFF3ME05
    42
    líffræði
    Mannerfðafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum verður farið yfir byggingu og starfsemi erfðaefnisins, Central Dogma og táknmál erfðanna. Grunnaðferðir erfðatækninnar verða kynntar. Skoðaðar verða helstu gerðir stökkbreytinga frá punktbreytingum til litningabreytinga. Eingena og fjölgena erfðir útskýrðar og ættartré teiknuð. Kynntar verða fylgni- og tengslagreiningaraðferðir við leit að meingenum. Þekktum meingenum með íslenskan uppruna og stökkbreytingar þeirra verður lýst. Yfirlit verður yfir rannsóknir á erfðaefni manna á Íslandi. Kynntir verða helstu gagnagrunnar með erfðaefnisupplýsingar fyrir manninn og aðrar lífverur. Samantekt er sett fram á mögulegri nýtingu nútíma erfðaefnisþekkingar. Kynnt verða siðferðileg viðmið mannerfðafræðinnar.
    LÍFF2LE05 og LÍFF2EF05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • byggingu og skipulagi erfðaefnis (DNA, RNA, gen, litningar og erfðabreytileiki)
    • Central Dogma
    • helstu gerðum stökkbreytinga sem verða á erfðaefni og mögulegum orsökum þeirra
    • grundvallaratriðum erfðatækninnar
    • ættartrjám og mismunandi eingena einkennum í fjölskyldum
    • fjölgena og utangenaerfðum
    • samspili erfða og umhverfis
    • aðal aðferðum meingenaleitar
    • helstu meingenum með íslenskan uppruna
    • sögu og þróun erfðarannsókna á Íslandi
    • gagnagrunnum með erfðaefnisupplýsingum
    • mögulegri nýtingu erfðaefnisþekkingar
    • siðferði í mannerfðafræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina mismunandi byggingareiningar erfðaefna og skipulag litninga
    • útskýra Central Dogma
    • búa til dæmi um helstu stökkbreytingar
    • teikna ættartré og greina erfðamunstur eingena stökkbreytinga
    • greina einfalda litningagalla
    • túlka erfðafræðileg tengsl og setraðir
    • nota gagnagrunna til að finna erfðaefnisupplýsingar
    • útskýra mikilvægi þekkingar á erfðaefni mismunandi tegunda lífvera fyrir mannerfðafræðina
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta gert grein fyrir mun á byggingu og eiginleikum mismunandi erfðaefnishluta
    • geta gert grein fyrir samspili erfða, lífshátta og umhverfis á tilurð svipgerða og sjúkdóma
    • geta tekið þátt í umræðu um siðferði í mannerfðafræði á gagnrýninn hátt
    Áfanginn byggir á fjölda fjölbreyttra verkefna sem unnin eru í leiðsagnarnámi, tímaverkefi (ýmis styttri verkefni), verklegar æfingar og umræðutímar. Lögð er áhersla á að nemendur vinni saman að öflun nýrra upplýsinga sem tengjast námsefni áfangans.