Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1527204014.66

    Líffæra- og lífeðlisfræði 2
    LÍOL2IL05
    None
    líffæra og lífeðlisfræði
    innri líffæri
    for inspection
    2
    5
    Í áfanganum verður farið yfir helstu grundvallaratriði í líffæra- og lífeðlisfræði. Megin viðfangsefnin eru eftirfarandi líffærakerfi: Hringrásarkerfi (samsetning blóðs, bygging og starfsemi hjarta og hringrásir blóðs og vessa), öndunarkerfi (bygging og hlutverk öndunarfæra, stjórn öndunar og loftskipti í lungum og vefjum), meltingarkerfi (bygging, eiginleikar og melting), þvagfærakerfi (bygging og hlutverk, feril þvagmyndunar og stilling þvagmagns) og æxlunarkerfi (bygging og hlutverk æxlunarfæra og þroskaferill einstaklings frá getnaði til fæðingar).
    LÍOL2SS05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • starfsemi vefja og líffæra í hringrásar-, vessa-, meltingar-, öndunar-, þvagfæra- og æxlunarkerfi
    • einkennum blóðs og hlutverki þess í líkamanum
    • eðli hjartsláttar og þeirra þátta sem ákvarða og stjórna blóðþrýstingi
    • mismunandi þáttum ónæmiskerfisins
    • mikilvægi vökva- og rafvakajafnvægis í líkamanum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nota latnesk fræðiheiti fyrir líffæri og líffærahluta
    • útskýra heilbrigða byggingu og starfsemi hringrásar-, vessa-, meltingar-, öndunar-, þvagfæra- og æxlunarkerfis
    • geta greint frá helstu frávikum frá eðlilegri starfsemi líffærakerfa
    • beita réttum vinnureglum við krufningu líffæra og samantekt þekkingar í mismunandi verklegum æfingum eða með sýndarþjálfun þar sem notast er við rafrænar upplýsingar til að ná fram sambærilegri leikni
    • nýta upplýsingatækni og viðurkenndar heimildum við öflun nýjustu upplýsinga um námsefnið
    • nota heimildaskráningu í verkefnavinnu samkvæmt APA kerfinu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • þekkja eigin líkama og gera sér grein fyrir mikilvægi góðrar heilsu
    • taka ábyrgð á eigin lífsháttum og heilsu
    • þekkja megin frákvik í starfsemi líffærakerfa líkamans
    • takast á við frekara nám í náttúru- og/eða heilbrigðisgreinum
    Áfanginn byggir á fjölda fjölbreyttra verkefna sem unnin eru í leiðsagnarnámi, tímaverkefni (ýmis styttri verkefni), verklegar æfingar og hlutapróf. Lögð er sérstök áhersla á sköpun í aðal hópverkefni áfangans.