Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1527766367.54

    Mál málanna - málvísindi
    ÍSLE3MV05
    63
    íslenska
    málvísindi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Málvísindaáfangi þar sem tekið er á uppbyggingu íslenskunnar. Þróun málsins er skoðuð svo og beyginarkerfið, hljóðfræðin, orðmyndunin, setningaskipan og ásamt máltöku barna. Áherslan er lögð á að skoða málið og rannsaka eins og það er á 21. öldinni.
    10 einingar á 2. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - uppbyggingu íslensks nútímamáls
      - mismunandi orðanotkun fólks á ólíkum tímum
      - beygingar-, hljóð- og setningafræði íslenskunnar
      - helstu aðferðum við nýmyndun orða
      - grunnatriði málsögu, málfkerfis og orðaforða íslenskunnar
      - ritgerðarsmíð og heimildavinnu
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - beita málvísindalegum hugtökum til rannsókna
      - vinna með öll helstu hugtök málfræði, setningafræði, hljóðfræði og orðmyndun
      - nýta málfræðihugtök af öryggi í umræðu um málið, þróun þess, menningu og sögu
      - flytja af öryggi og sannfæringarkrafti ítarlega kynningu á flóknu efni, s.s. niðurstöður og rannsókn á íslensku máli
      - skrifa ritgerðir þar sem beitt er gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og frágangs texta
      - koma efni á framfæri á skýran og vandaðan hátt á blæbrigðaríku máli
      - sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - vinna með málkerfið í heild og geti greint nýjungar og breytingar á málinu og útskýrt þær út frá málvísindalegum forsendum
      - beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi texta
      - rannsaka málið á gagnrýninn og fordómalausan hátt
      - skrifa skýran og vel uppbyggðan texta sem byggir bæði á rannsóknum og heimildum
      - taka virkan þátt í umræðum og tjá rökstudda afstöðu
      - geta kynnt rannsóknarniðurstöður, ályktanir og ígrundanir
    Fjölbreytt námsmat sem byggir á prófum og verkefnum.