Lögð er áhersla á ljóðalestur og umfjöllun um ljóð ásamt því að lesa skáldsögu og/eða leikrit og smásögur.
Nemendur kynnast helstu skáldum Íslands, einkum fram að aldamótunum 1900. Nemendur lesa ljóð, sögur og leikrit og setja verk þeirra í samhengi við tíðarandann sem þá ríkti. Gert ráð er fyrir að nemendur lesi bókmenntasögu, allnokkra texta og geti fjallað um skáldin og verk þeirra.
Skylduáfangar á 2. þrepi (10 einingar).
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
inntaki og einkennum þeirra verka sem lesin eru
ritgerðasmíð og heimildavinnu
orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu
mismunandi tegundum bókmennta sem ritaðar voru fyrir 1900
stefnum í íslenskum bókmenntum fyrir aldamótin 1900
ljóðmáli og formi ljóða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa margar gerðir ritaðs máls sér til gagns
skilja hugtök og greina mismunandi sjónarmið í texta
draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr hvers kyns heimildum, hvort sem er í ræðu eða riti, og meta áreiðanleika þeirra
rita heimildaverkefni þar sem beitt er gagnrýninni hugsun við vinnslu
koma efni á framfæri á skýran og greinargóðan hátt á blæbrigðaríku máli
skilja og nota viðeigandi stílbrögð, orðatiltæki og vísanir í tali og ritmáli
flytja af öryggi og sannfæringarkrafti vel uppbyggða og ítarlega kynningu á viðamiklu efni
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
beita gagnrýninni hugsun við lestur, túlkun og úrvinnslu krefjandi bókmenntatexta
átta sig á samfélagslegum skírskotunum og greina dulinn boðskap og hugmyndir í margvíslegum textum
draga saman aðalatriði og koma þeim til skila til viðtakenda
sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni og samlíðan í málflutningi sínum um bókmenntaverk
útskýra og túlka stílbrögð og önnur málfarseinkenni í bókmenntatexta og geti beitt svipuðum atriðum í eigin máli
skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
beita málinu á viðeigandi og áhrifaríkan hátt við mismunandi aðstæður í ræðu og riti
tjá rökstudda afstöðu við ýmsar kringumstæður, útskýra sjónarmið og taka virkan þátt í málefnalegum umræðum til að komast að vel ígrundaðri niðurstöðu
Fjölbreytt námsmat sem byggir á prófum og verkefnum