Í áfanganum er lögð áhersla á miðaldabókmenntir; kvæði og sögur.
Tveir skylduáfangar á 2. þrepi (10 einingar).
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- inntaki og einkennum þeirra verka sem lesin eru - ritgerðarsmíð og heimildavinnu - orðaforða sem nægir til að lesa helstu verk íslenskrar bókmenntasögu - mismunandi tegundum bókmennta sem skrifaðar voru á tímabilinu og helstu einkennum þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skrifa ritgerðir þar sem beitt er gagnrýninni hugsun við úrvinnslu - gera grein fyrir efni á skýran og vandaðan hátt á blæbrigðaríku máli - ganga frá texta til birtingar - nýta sér uppbyggilega gagnrýni annarra - skilja og nota viðeigandi stílbrögð og menningarlegar vísanir í tal- og ritmáli - nýta sköpunargáfu við vinnslu skapandi verkefna - sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- lesa fornbókmenntir sér og setja þau í sögulegt samhengi - skrifa skýran og vel uppbyggðan texta - velja ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum - leggja mat á og efla eigin málfærni og annarra - tjá rökstudda afstöðu og taka virkan þátt í umræðum - beita gagnrýninni hugsun við lestur og úrvinnslu - greina dulinn boðskap og hugmyndir - sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í umfjöllun sinni, málflutningi og túlkun - meta eigin verkefni og vinnu
Fjölbreytt námsmat sem byggir á prófum og verkefnum.