Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1527775691.39

    Ritlist og tjáning
    ÍSLE3RT05
    66
    íslenska
    ritun og tjáning
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist ýmsum tegundum skapandi verkefna í ritlist og tjáningu. Nemendur semja sögur, leikþætti og ljóð af ýmsu tagi. Þá er nauðsynlegt að þeir sýni frumkvæði með skapandi hugsun og vinnu. Einnig eiga nemendur að komi efni sínu á framfæri með ýmsu móti og á framsetning að vera skýr með blæbrigðaríkri framsögn.
    Tveir skylduáfangar á 2. þrepi (10 einingar).
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - helstu hugtökum sem tengjast skapandi skrifum
      - muninum á talmáli og ritmáli og notkun hvors um sig
      - muninum á góðum og slæmum rökum
      - helstu stílbrögðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - vinna að eigin efni frá hugmynd til birtingar
      - ganga frá eigin verkum til flutnings
      - beita gagnrýninni hugsun við verk sín
      - koma efni á framfæri á skýran og vandaðan hátt á blæbrigðaríku máli
      - velja málsnið sem hæfir aðstæðum og viðtakendum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - nýta eigin sköpunargáfu til að flytja af öryggi og sannfæringarkrafti kynningu á eigin verkum
      - sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
      - nýta sér uppbyggilega gagnrýni
      - beita skýru og blæbrigðaríku máli
      - tjá rökstudda afstöðu og koma sjónarmiðum á framfæri
      - taka virkan þátt í umræðum
      - sýna þroskaða siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarhæfni og samlíðan í verkum sínum
    Fjölbreytt námsmat sem byggir á prófum og verkefnum.