Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1527776199.02

    Orðspor - grunnþættir ritunar og málfars
    ÍSLE2OS05
    46
    íslenska
    Orðspor
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er unnið með tungumálið á fjölbreyttan hátt og áhersla lögð á skapandi og hagnýt skrif, málfar og aukinn orðaforða. Nemendur kynna sér margs konar málsnið og fjölbreytta nytjatexta. Ýmis verkefni eru unnin, munnleg og skrifleg.
    Lágmark B á grunnskólaprófi eða hafa lokið 1. þrepi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • málfræðihugtökum og hugtökum sem nýtast í tal- og ritmáli
    • orðaforða sem nægir til að skilja íslenskt nútímamál í ræðu og riti
    • uppbyggingu ritunar
    • mismunandi tegundum fræði- og nytjatexta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita gagnrýninni hugsun og koma skoðun sinni á framfæri á skýran og greinargóðan hátt
    • nýta hjálpargögn á markvissan hátt við frágang ritsmíða
    • nýta málfræðihugtök og málfræðilegar upplýsingar til að efla eigin málfærni
    • flytja mál sitt af nokkru öryggi
    • lesa sér til gagns og gamans bókmenntaverk jafnt sem nytjatexta og fjalla um inntak þeirra
    • geta fært rök fyrir máli sínu í ræðu og riti
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna að skapandi verkefnum í sambandi við námsefnið
    • styrkja eigin málfærni
    • beita skýru, lýtalausu máli í ræðu og riti
    • taka þátt í málefnalegum umræðum
    • tjá afstöðu og efasemdir um efnið sem unnið er með og komast að niðurstöðu
    • hafa vald á áhrifaríkri málnotkun, svo sem með stílbrögðum
    • hafa á valdi sínu fjölbreytt málsnið
    • hafa vald á ólíkum gerðum ritsmíða
    Fjölbreytt námsmat þar sem byggt er á prófum og verkefnum bæði munnlegum og skriflegum.