Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1527868251.76

    Bakaraiðn hráefnisfræði
    BAHF1HB06(BA)
    2
    Bakariðn hráefnisfræði
    BAHF
    Samþykkt af skóla
    1
    6
    BA
    Í áfanganum er fjallað um grunnhráefni í bakstri. Nemendur fræðast um eiginleika og áhrif mjöls, korns, fitu, mjólkur, eggja, sykurs, gers og salts. Fjallað er um gæði hráefnisins og þýðingu þess fyrir vöruna og framleiðslu hennar. Fjallað er um aðferðir til þess að kanna eiginleika mjöls. Nemendur læra um mikilvægi hreinlætis við meðhöndlun og geymslu hráefna. Þessi áfangi er kenndur samhliða BAKA2BK20
    Námssamningur í bakstri
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu grunnhráefni sem unnið er með í bakarí.
    • helstu eiginleika þeirra og virkni.
    • helstu reglur um geymslu hráefna með tilliti til gæða.
    • mismunandi tegundir af lyftiefnum í bakstri.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðhöndla hráefni rétt, með tilliti til hreinlætis og gæða.
    • bera saman gæði hráefna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • meta gæði hráefna.
    • taka á móti hráefnum, flokka og ganga frá á viðeigandi hátt
    Megintilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um hvernig markmiðum þess hefur verið náð. Á námsbrautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir sem taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum; þekkingar-, leikni- og hæfnimviðmiðum og ólíkum nemendahópum. Lögð er áhersla á fjölbreyttar námsmatsaðferðir. Markmiðið er að gefa nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og meta vinnu þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Nánari tilhögun námsmats kemur fram í námsmatsreglum skólans og kennsluáætlun hvers áfanga.