Í áfanganum vinna nemendur sjálfstætt með algengustu hráefni sem notuð eru við bakstur, s.s. lyftiefni, rúgafurðir, kakó og súkkulaði, möndlur, hnetur, massa, ávexti, kryddjurtir, bragðefni og ýmsar mjölblöndur og hjálparefni sem notuð eru í bakstri. Fjallað er um aðferðir sem notaðar eru við rannsóknir og mælingar á kornvöru. Nemendur fræðast um lög og reglugerðir sem varða innihald og merkingu matvæla og geymsluþol brauðvara. Fjallað er um mikilvægi trefjaefna í brauðvörum og hver virkni þeirra er í líkamanum. Fjallað er um aðferðir við að mæla falltölu, glúteninnihald og glútenstyrk, öskuinnihald, rakastig, sýrumagn o. fl. Nemendur vinna mismunandi útfærslur á skyndiréttum. Nemendur læra um grunnþætti vínfræði er snýr að léttu víni og bjórgerð.
Áfanginn er kenndur samhliða BAKA3BK20 og FFBA3FB04
BAHF2HB05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hráefni sem unnið er með í bakaríum, eiginleika þeirra og virkni
algengustu aðferðum sem notaðar eru við rannsóknir á mjöli, s.s. glútenþvott, falltölumælingu, sýrumagnsmælingu o.fl
helstu flokkum hjálparefna sem notuð eru við bakstur
reglum um aukefni, merkingar og innihaldslýsingar sem tengjast brauðvörum
helstu reglur um geymslu hráefna með tilliti til gæða.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meðhöndla hráefni rétt, með tilliti til hreinlætis og gæða.
bera saman gæði hráefna.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
meta gæði hráefna.
taka á móti hráefnum, flokka og ganga frá á viðeigandi hátt
skipuleggja merkingar og innihaldslýsingar á brauðum og kökum samkvæmt lögum og reglugerðum
varðveita hráefni og vinnusvæði þannig að meindýr eigi erfitt uppdráttar
Megintilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um hvernig markmiðum þess hefur verið náð. Á námsbrautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir sem taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum; þekkingar-, leikni- og hæfnimviðmiðum og ólíkum nemendahópum. Lögð er áhersla á fjölbreyttar námsmatsaðferðir. Markmiðið er að gefa nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og meta vinnu þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Nánari tilhögun námsmats kemur fram í námsmatsreglum skólans og kennsluáætlun hvers áfanga.