Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1527870225.67

    Fagfræði bakara bókleg
    FFBA2FB03
    2
    Bakari fagfræði
    FFBA
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Kennd eru grundvallaratriði er varðar helstu deiggerðir brauða- og kökugerðar. Áhersla er lögð á mikilvægi nákvæmni við að mæla vigt og hitastig, ásamt röð hráefna í deig. kennt er um þær efna-, eðlis-og líffræðilegu breytingar sem eiga sér stað í deigi á framleiðsluferlinum. Stiklað er á meginatriðum sögu baksturs hérlendis sem og þróun brauða- og kökugerðar í heiminum. Stefnt er að því að nemendur öðlist haldgóða þekkingu á vinnsluaðferðum og uppbyggingu uppskrifta, á rafrænu formi, ásamt sögulegri þróun fagsins. Áfanginn er kenndur samhliða BAKA2BK20 og BAHF2HB05.
    Námssamningu í bakaraiðn
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Framleiðsluferli helstu brauða- og kökutegunda.
    • Helstu áhrifavalda sem tengjast lyftingu í deigi.
    • Helstu meginatriðum er varðar sögu og þróun hérlendis og erlendis
    • Þá fjölmörgu samverkandi þætti sem eru áhrifavaldar í bakstri.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • setja saman uppskriftir á rafrænuformi
    • þróa brauða og köku uppskriftir.
    • finna fagtengdar upplýsingar rafrænt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • reikna út næringargildi, kostnað og framlegð framleiðslunar
    • skipuleggja vinnu sína með fagmennsku og vörugæði að leiðarljósi
    • skipuleggja vinnu sína í samræmi við lög og reglugerðir, um hreinlæti og hollustuhætti
    Megintilgangur námsmats er að veita leiðbeinandi upplýsingar um hvernig markmiðum þess hefur verið náð. Á námsbrautinni er lögð áhersla á fjölbreyttar matsaðferðir sem taka mið af fjölbreyttum kennsluháttum; þekkingar-, leikni- og hæfnimviðmiðum og ólíkum nemendahópum. Lögð er áhersla á fjölbreyttar námsmatsaðferðir. Markmiðið er að gefa nemendum uppbyggilega og hvetjandi leiðsögn og meta vinnu þeirra jafnt og þétt yfir námstímann. Nánari tilhögun námsmats kemur fram í námsmatsreglum skólans og kennsluáætlun hvers áfanga.