Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1528185189.14

    Brauð og kökugerð
    BAKA2BK20
    4
    brauðgerð, kökugerð
    brauðgerð, kökugerð
    Samþykkt af skóla
    2
    20
    Í áfanganum er fjallað um undirstöðuatriði brauð- og kökugerðar, baksturs og skreytinga. Sérstök áhersla er lögð á grundvallaratriði í vinnslu allra deigtegunda. Nemendur læra að vinna eftir uppskriftum af faglegri nákvæmni. Áhersla er lögð á persónulegt hreinlæti, nákvæmni í vinnu. Ströngustu hreinlætiskröfum fylgt við vinnu í áfanganum. Áfanginn er kenndur samhliða BAKA-TF,BAKA- FF og BAKA-HF.
    Námssamningur í bakstri
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • aðgreina helstu brauð- og kökutegundir eftir uppskrift.
    • kunna skil á algengustu áhöldum, vélum og tækjum sem notuð eru í við bakstur, og hættur sem kunna að stafa af þeim.
    • þekkja HACCP-kerfi.
    • leita að uppskriftum á rafrænu formi.
    • kunna skil á mikilvægi öryggis við umgengni á vélum og tækjum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • búa til gerdeig og bakað úr því algengar brauðategundir.
    • búa til algengustu tegundir úr rúlluðu deigi.
    • búa til algengar þeyttar og hrærðar kökur.
    • vinna rafrænt með uppskriftir og almenna fagtengda upplýsingaöflun.
    • fylla út gátlista eftir þrif, sem byggður er á viðurkenndu hreinlætiskerfi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • framleiða helstu brauða og kökutegundir.
    • vinna sjálfstætt að almennum og sérhæfðum verkefnum tengdum bakstri.
    • gæta fyllsta hreinlætis
    • vinna með uppskriftir
    með verklegum æfingum