Í bakstri er fjallað um grunnhráefni í bakstri og undirstöður atriði brauð- og kökugerðar. Nemendur fræðast um eiginleika og áhrif mjöls, korns, fitu, mjólkur, eggja, sykurs, gers og salts. Fjallað er um gæði hráefnisins og þýðingu þess fyrir vöruna og framleiðslu hennar og mikilvægi nákvæmni þegar unnið er eftir uppskriftum. Áhersla er lögð á grundvallaratriði í vinnslu mismunandi deigtegunda. Nemendur fá tilsögn við uppröðun á vörum í söluborð í bakaríum. Nemendur læra um mikilvægi hreinlætis við meðhöndlun og geymslu hráefna og er ströngustu hreinlætiskröfum fylgt við vinnu svo og eigin heinlætis eftir kröfum HACCP.
Í kjötiðn kynnast nemendur uppbyggingu mismunandi vöðva, heiti og nýtingu þeirra. Þeir fá tilsögn í gróf – og fínhlutunaraðferðir á skrokkum sláturdýra, ásamt nýtingarmöguleikum, sýrustigsmælingu og meyrnunarferli. Kenndir eru grunnþættir við móttöku til fullunninnar vöru og einnig helstu áherslur við söltun, marineringu og hlutunaraðferðir sláturdýra. Nemendur fá tilsögn í viðurkenndum aðferðum við uppröðun í kjötborð. Farið er sérstaklega yfir geymsluaðferðir á kjöti og mikilvægi skráningar á öllu sem hefur áhrif á meðferð, geymsluþol, útlit, bragð og hollustu.. Í áfanganum er farið yfir rýrnun og framlegð og hvernig verð á vörum er ákveðin. Einnig er farið yfir lög og reglugerðir um pökkun og merkingu matvæla, og meðferð véla og verkfæra sem notuð eru í kjötiðnaði. Fylgt er hreinlætiskröfum HACCP.
Nemendum gerð grein fyrir siðareglum í matvælagreinum.
Að hafa lokið grunnskólaprófi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
starfi framreiðslu- og matreiðslumanna og því umhverfi sem störfin fara fram í persónulegu hreinlæti og gildi þess í matvælagreinum
hvað felst í störfum framreiðslu- og matreiðslumanna og möguleikum sem þau bjóða upp á til frekara starfs
áhöldum og tækjum sem notuð eru í ferða- og matvælagreinunum og notkunarmöguleika þeirra
góðum siðum er varða umgengni við gesti og samstarfsfólk
grunnþáttum í framreiðslu mismunandi rétta á veitingastað
grunnþáttum í eldun einfaldra rétta í samræmi við verklagsreglur
notkun uppskrifta og uppskriftabóka í matreiðslu
réttindum og skyldum starfsmanna
innkaupum matvara og annarra aðfanga
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leggja lín á borð og brjóta munnþurrkur
annast grunnborðlagningu
elda og framreiða einfalda hádegisverðarrétti
vinna einföld verkefni í framreiðslu og matreiðslu
umgangast tæki sem notuð eru í veitingasal, eldhúsum veitingastaða og kunna rétta notkun þeirra
notkun á mismunandi hnífum við störf í matreiðslu
skera grænmeti fyrir mismunandi rétti
grunnverkun á fiski, beinhreinsun og roðflettingu
matreiða súpur og sósur frá grunni
raða mat á matarfat og diska eftir réttum faglegum hefðum
binda upp kjöt fyrir steikingu
umgangast gesti og samstarfólk við störf í matvælagreinum
að leita hagstæðra innkaupa á matvörum
að þekkja réttindi og skyldur starfsmanna á vinnustað
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
afla sér frekari þekkingar í ferða- og matvælagreinum
geta unnið einföld grunnstörf í framreiðslu og matreiðslu
hafa skilning á því til hvers er ætlast í störfum framreiðslu- og matreiðslufólks
vinna með helstu áhöld og tæki sem notuð eru við störf í framreiðslu og matreiðslu
að hafa þekkingu á magntöku hráefnis og hagkvæmni í innkaupum
gæta að eigin hreinlæti og því hreinlæti sem kröfur eru gerðar um í matvælagreinum, (HACCP)
þekkja hlutverk fyrirtækja gagnvart starfsmönnum m.t.t. kjaramála