Í áfanganum er fjallað um samskipti í ferða-, hótel- og veitingagreinum. Rætt verður um þjónustuhugtakið og grunnþætti góðrar þjónustu og hvernig byggja megi upp og viðhalda traustu sambandi á vinnustað og í samskiptum við viðskiptavini/ferðamenn/gesti. Tekið er á úrlausnum vandamála, kvörtunum viðskiptavina/ferðamanna/gesta, mikilvægi sjálfstrausts í þjónustu og þjónustulund. Sérstök áhersla er lögð á framkomu og snyrtimennsku og mikilvægi þessara þátta í allri þjónustu.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grundvallaratriðum samskipta og góðrar þjónustu
hvernig byggja megi upp traust samband við viðskiptavini/gesti/ ferðamenn og samstarfsfélaga
hvernig viðhalda megi traustu sambandi við
viðskiptavini/ferðamenn/ gesti
mikilvægi góðrar framkomu og snyrtimennsku
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
gera sér grein fyrir sérstöðu starfa í ferða-,hótel- og veitingagreinum
skilja mismunandi þarfir viðskiptavina
finna úrlausnir á vandamálum sem upp geta komið
takast á við kvartanir viðskiptavina/gesta/ferðamanna
byggja upp og viðhalda traustu sambandi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
takast á við ólíkar uppákomur og aðstæður á vinnustað á viðeigandi hátt
eiga skýr og jákvæð samskipti við samstarfsfélaga og viðskiptavini/ferðamenn/gesti
taka rökstudda ákvörðun um afstöðu til álitamála sem upp geta komið í samskiptum við viðskiptavin/ferðamann/gest
Símat sem byggir á leiðsagnarmati, jafningjamati og sjálfsmati