Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1528209516.63

    Hlutun sláturdýra, vöðvar.
    KJÖF1VÖ08
    1
    fagfræði kjötiðnaðar
    geymsluaðferðir, hlutun sláturdýra, verðmyndun, vöðvaheiti
    Samþykkt af skóla
    1
    8
    Áfanginn inniheldur þekkingu varðandi uppbyggingu vöðva, heiti og nýtingu þeirra. Farið verður í mismunandi aðferðir við söltun, marineringu og hlutunaraðferðir sláturdýra.Nemendur læra grunnaðferðir við uppröðun í kjötborð og aftgreiðslu til viðskiptavina. Þeir læra mismunandi geymsluaðferðir á kjöti og mikilvægi skráningar á öllu sem hefur áhrif á meðferð, geymsluþol, útlit, bragð og hollustu. Áfanginn tekur á verðmyndun vöru, þekkingu á lögum og reglugerðum um pökkun og merkingu matvæla, og meðferð véla og verkfæra sem notuð eru í kjötiðnaði. Farið er yfir innraeftirlit í kjötiðnaði og matvælaöryggi og nemendur annast þrif eftir gæðakerfi HACCP.
    Námssamningur í kjötiðn
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hlutun kjötskrokka á rétta máta
    • framsetningu upplýsinga um nýtingarmöguleika allra kjöttegunda
    • mismunandi aðferðir við marineringu á kjöti.
    • geymsluskilyrðum fyrir kjötvörur.
    • grunnaðferðum við uppröðun í kjötborð
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • hluta niður kjötskrokka og ná fram fullri nýtingu á vöru.
    • að reikna út verðmyndun vöru og framlegð.
    • skipulegggja flæðirit, gæðaeftirlit og móttökuáætlun á kjöti fyrir kjötskurðardeild.
    • gera grein fyrir marineringu á kjöti fyrir árstíðabundna sölu.
    • vinna samkvæmt núgildandi lögum og reglugerðum.
    • framkvæma innraeftirlit í kjötvinnslum m.a. með tilliti til pökkunar og merkingu matvæla
    • semja áætlun um þrif fyrir kjötskurðardeild skv. gæðakröfum HACCP
    • fara að lögum og reglugerðum er lúta að pökkun og merkingu matvæla
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hluta niður allar tegundir sláturdýra
    • nýta sér sértæka þekkingu og færni til að verðleggja og velja kjöt til áframhaldandi vinnslu eða sölu úr kjötborði
    • nýta sér sértæka þekkingu við val á umbúðum fyrir forpakkaðar kjötvörur.
    • vinna innraeftirlit fyrir mótttöku á kjöti og rökstyðja vinnuferlið
    • velja mismunandi kjötafurðir til frekari vinnslu
    • fylgja lögum og reglugerðum sem störf í kjötiðnaði krefjast
    • annast þrif í kjötvinnslum skv. gæðastöðlum HACCP