Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1528209933.14

    Pylsugerð
    KJÖF4PG03
    1
    fagfræði kjötiðnaðar
    hrápylsur, pylsugerð, reyking
    Samþykkt af skóla
    4
    3
    Áfanginn inniheldur alla þekkingu og skipulag á vinnu í kjötiðnaðarfyrirtækju, kjötborðum og öðrum stöðum þar sem unnið er með kjötvörur til manneldis. Nemendur læra sjálfstæði í vinnubrögðum kjötiðnaðarmanna við úrlausn verkefna. Í áfanganum er farið yfir stjórnun áhættuþátta í kjötvinnslum, mannaforráð og leiðbeiningar til starfsmanna um rétt og vönduð vinnubrögð í kjötiðnaði. Í áfanganum eru skipulögð innkaup fyrir ákveðin verkefni og þeim fylgt eftir frá mótttöku til fullunninnar vöru með sérstakri áherslu á framlegð, merkingu og hollustu vörunnar. Nemendur læra grunnþætti vínfræðinnar er snýr að léttu víni og bjórgerð og með ferð víns við vinnslu hráefnis. Nemendur gera greinargóða lýsingu á þrifáætlunum skv. gæðakörfum HACCP.
    Námssamningur í kjötiðn og KJÖF1VÖ08
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • öllum störfum í kjötiðnaði
    • skipulagi og vönduðum vinnubrögðum við uppröðun og sölu úr kjötborði
    • manneldismarkmiðum og heilnæmi á vörum sem unnar eru í kjötvinnslum
    • skildu sinni til leiðbeiningar til þeirra er starfa með honum í vinnslurýmum
    • mikilvægi góðrar stjórnunar á samstarfsfólki með tilliti til áhættuþátta í starfinu
    • innkaupum, frágangi og vinnslu hráefnis með hollustu, réttum merkingum og framlegð að leiðarljósi
    • notkun víns við vinnslu hráefnis í kjötiðnaði
    • mikilvægi réttar uppsettningar á þrifplönum fyrir vinnslurými skv. kröfum HACCP.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • sinna öllum störfum er tengjast kjötiðnaði
    • skipuleggja uppröðun á unninni og óunninni kjötvöru og fiski í kjötborð
    • vinnslu vöru með hollustu sem og manneldismarkmið sem viðmið
    • leiðbeina öðrum starfmönnum er starfa í kjötvinnslum
    • vita um áhættu þætti í starfi sínu og miðla til samstarfsfólks
    • stjórna innkaupum á hráefni með tillti til réttrar framleiðslu vara úr viðkomandi hráefni
    • útbúa hollar afurðir úr hráefni kjötvinnslunnar og réttar merkingar
    • gæta þess að vín sé notað með réttum hætti við framleiðslu mismunandi kjötafurða
    • setja upp gátlista fyrir þrif á vinnslurýmum skv. HACCP
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér sértæka þekkingu við öll störf í kjötiðnaði
    • annast skipulag á uppröðun í kjötborð með framlegð að leiðarljósi
    • gera innihaldslýsingu og útreikning á næringargildi vöru út frá manneldissjónarmiðum
    • varast áhættu í starfi sínu og miðla þeirri þekkingu til samstarfsmanna
    • stýra innkaupum og ákvarða viðeigandi vinnslu- geymsluaðferðir
    • setja fram og stjórna áætlunum um afurðir út frá hollustu og með nákvæmum innihaldslýsingum
    • til að nota vín sem krydd, til marineringar o.fl við vinnslu á hráefni
    • vinna og sjá til þess að unnið sé að þrifum skv. gæðakerfi HACCP