Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1528381329.22

    Lífeðlisfræði
    LÍFE2LN05
    2
    lífeðlisfræði
    Lífeðlisfræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Fjallað verður um líkamsstarfsemi dýra. Nemandi kynnist hvernig frumur, vefir og líffæri starfa saman og hvernig starfsemi helstu líffæra og líffærakerfa í dýrum er háttað. Áhersla verður lögð á hryggdýr og líffærakerfi þeirra og þá sérstaklega spendýr og heilbrigða líkamsstarfsemi hjá þeim.
    LÍFF2EL05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • - sameiginlegum einkennum lífvera í dýraríkinu og einkenni helstu dýrafylkinga
      - eðli taugaboða og starfsemi taugakerfis, eðli hormóna og starfsemi innkirtlakerfis, samhæfingu og stjórnun líffærakerfa
      - hvernig hjarta- og æðakerfi starfa og mismunandi hlutverkum blóðs
      - varnarkerfi mannslíkamans og hvernig úrgangslosunar- og öndunarkerfi starfa
      - uppbyggingu og virkni meltingarkerfis
      - mismunandi skynfærum, ásamt æxlunarkerfi og fósturþroska
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • - beita grunnhugtökum lífeðlisfræðinnar á skilmerkilegan hátt og í rökrænu samhengi
      - lesa lífeðlisfræðilegar upplýsingar í máli og myndum
      - meta áhrif lífshátta á heilbrigða þroskun og starfsemi líkamans
      - beita einföldum lífeðlisfræðilegum rannsóknaraðferðum og einföldum líffræðilegum aðferðum í verklegum æfingum og vinna skýrslur úr þeim
      - afla sér áreiðanlegra heimilda frá ýmsum mismunandi miðlum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • - leggja mat á einfaldar lífeðlisfræðilegar upplýsingar daglegs lífs á gagnrýninn hátt
      - tjá sig um lífeðlisfræðileg málefni daglegs lífs á skýran og ábyrgan hátt
      - taka ábyrgð á eigin lífi m.t.t. lífeðlisfræðilegra þátta
      - taka þátt í einföldum lífeðlisfræðilegum athugunum, tengja niðurstöðurnar við fræðin og draga ályktanir af þeim
    Námsmat er útfært í kennsluáætlun í samræmi við skólanámskrá.