Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1528381734.41

    Varma- og bylgjufræði
    EÐLI3VB05
    31
    eðlisfræði
    bylgjur og hreyfing, varmafræði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum er fjallað um gaslögmálið, varmafræði efna, gangfræði í tveimur víddum ásamt hringhreyfingu og sveiflu- og bylgjuhreyfingu. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Eins og í fyrri áfanga er lögð áhersla á að nemandinn geri tilraunir þar sem hann kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun og noti tölvur við mælingar og úrvinnslu og kunni að skrifa skýrslu um tilraunir. Í áfangamarkmiðum eru tilgreind verkefni sem miðað er við að nemendur vinni í tengslum við efni áfangans.
    EÐLI2GR05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hreyfingu og hröðun hluta í fleti
    • hringhreyfingu hluta
    • þyngdarlögmálinu og áhrif þess á hreyfingu reikistjarna
    • einfaldar sveiflu- og bylgjuhreyfingar
    • þrýstingi í vökva og gasi
    • varmafræði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna hreyfingu hluta í fleti, t.d. skáköst
    • reikna miðsóknarhröðun hluta í hringhreyfingu
    • reikna út varmaskipti
    • reikna hreyfingu reikistjarna og gervihnatta
    • reikna út þrýsting í vökva og gasi
    • reikna einfaldar varmafræðijöfnur
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
    • vinna í hóp til þess að leysa raunveruleg vandamál með eðlisfræði
    • tengja námsefnið við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi þess
    • meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar