Í áfanganum er fjallað um gaslögmálið, varmafræði efna, gangfræði í tveimur víddum ásamt hringhreyfingu og sveiflu- og bylgjuhreyfingu. Í verkefnavinnu áfangans er lögð áhersla á nákvæmni í framsetningu, röksemdafærslu og notkun formúlna. Eins og í fyrri áfanga er lögð áhersla á að nemandinn geri tilraunir þar sem hann kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun og noti tölvur við mælingar og úrvinnslu og kunni að skrifa skýrslu um tilraunir. Í áfangamarkmiðum eru tilgreind verkefni sem miðað er við að nemendur vinni í tengslum við efni áfangans.
EÐLI2GR05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hreyfingu og hröðun hluta í fleti
hringhreyfingu hluta
þyngdarlögmálinu og áhrif þess á hreyfingu reikistjarna
einfaldar sveiflu- og bylgjuhreyfingar
þrýstingi í vökva og gasi
varmafræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
reikna hreyfingu hluta í fleti, t.d. skáköst
reikna miðsóknarhröðun hluta í hringhreyfingu
reikna út varmaskipti
reikna hreyfingu reikistjarna og gervihnatta
reikna út þrýsting í vökva og gasi
reikna einfaldar varmafræðijöfnur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum
vinna í hóp til þess að leysa raunveruleg vandamál með eðlisfræði
tengja námsefnið við daglegt líf og umhverfi og gera sér grein fyrir notagildi þess
meta hvort niðurstöður útreikninga og mælinga séu raunhæfar